Íslenski safnadagurinn 2007

07. júlí 2007

mynd91.jpgÍslenski safnadagurinn í ár verður haldinn sunnudaginn 8. júlí. Á Náttúrufræðistofunni verður boðið upp á þrjú dagskráratriði undir leiðsögn. 

Íslenski safnadagurinn 2007 verður haldinn sunnudaginn 8. júlí. Sýningasalir Náttúrufræðistofunanr verða opnir eins og venja er á sunnudögum og aðgangur er sem fyrr ókeypis.

Boðið verður upp á þrjú dagskráratriði undir leiðsögn starfsmanna safnsins.

Kl. 14:00. Gengið um sýningarsali, rannsóknaðstaða skoðuð og stiklað á stóru um starfsemina.

Kl. 15:00. Kynning á hinum einstaka kúluskít og sýnt myndband af Mývatnsbotni með kúluskítsfklákum.

Kl. 16:00. Plöntuskoðun á Borgarholti. Fræðst um villtan gróður á holtinu sem vart á sér hliðstæðu í miðju þéttbýli höfuðborgarsvæðisins.

mynd90.jpgÍslenski safnadagurinn er haldinn annan sunnudag í júlí ár hvert. Markmið með íslenska safnadeginum er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar hinna sameiginlegu verðmæta þjóðarinnar og jafnframt um þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og afþreyingar fyrir alla, sem stofnanir í safnastarfi ástunda.

Safnaráð sér um framkvæmd á kynningu dagskrár Íslenska safnadagsins. Dagskrá íslenska safnadagsins er auglýst sameiginlega af ýmsum söfnum landsins í Morgunblaðinu laugardaginn 7. júlí.