Nýjir safngripir

17. júlí 2007

mynd98.jpgVerið er að leggja lokahönd á uppsetningu nokkurra nýrra gripa sem Náttúrufræðistofan hefur fest kaup á. Hér er um fugla að ræða og meðal þeirra er þessi fallegi toppskarfur sem hér sést með frænda sínum, dílaskarfinum.

mynd99.jpgSíðastliðinn vetur komu í hús nokkrir fleyri fuglar einkum tegundir sem hér eru flækingar eins og dómpápi, silkitoppa, bókfinka og fjallafinka og þá kom einnig eintak af heiðlóunni. Nú eru komnir í hús auk toppskarfsins, auðnutittlingur, hrossagaukur, stari og betra eintak af stelk. Á næstu dögum bætast svo við krossnefir og bæjarsvala. Það er hamskerinn Brynja Davíðsdóttir sem vinnur hér mjög gott starf er greinilega listamaður á sviði uppstoppunar. Hér má sjá toppskarfinn í hópi frænda sinna, auðnutittlinga par og hinn rómaða og hornaugumlitna stara

mynd100.jpg

mynd101.jpg