Umhverfisráðherra í heimsókn

15. ágúst 2007

mynd106.jpgÞórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, og Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona ráðherra, þáðu boð Náttúrufræðistofu Kópavogs og heimsóttu stofuna síðastliðinn mánudag (13. ágúst 2007). Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður, leiddi þær stöllur um húsakynnin og gerði grein fyrir sýningarstarfi og rannsóknum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, og Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona ráðherra, þáðu boð Náttúrufræðistofu Kópavogs og heimsóttu stofuna síðastliðinn mánudag (13. ágúst 2007). Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður, leiddi þær stöllur um húsakynnin og gerði grein fyrir sýningarstarfi og rannsóknum.

Ráðherrann og aðstoðarkonan heilsuðu upp á starfsfólkið, kíktu í smásjár og spáðu í silakeppi, vatnaflær og rykmýslirfur með meiru. Þá voru ýmis mál rædd sem snerta Náttúrufræðistofuna og umhverfisráðuneytið, svo sem vöktun Þingvallavatns og rannsóknir á áhrifum sinubrunans á Mýrum.