Kína og Kópavogur

10. september 2007

mynd112.jpgKópavogsbær stendur fyrir Kínverskri menningarhátíð dagana 29. september til 7. október í samvinnu við sendiráð Kína, lista- og menningarstofnanir í Kópavogi og fleiri samstarfsaðila. Fjölbreytt dagskrá menningarviðburða verður í boði. Í Safnahúsinu standa Náttúrufræðistofan og Bókasafnið fyrir margvíslegum atburðum.

Kína á sér stórbrotna sögu og ævaforna siðmenningu. Markmið Kínverskrar menningarhátíðar í Kópavogi er að gera Íslendingum kleift að upplifa fjarlæga en heillandi menningu Kína. Menningarhátíðin byggir á listafólki og listmunum frá borginni Wuhan í Hubei-héraði og eru áform uppi um að Wuhan og Kópavogur verði vinabæir.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Safnahúsinu á vegum Bókasafnsins og Náttúrufræðistofunnar:

Fyrirlestrar í Kórnum
Þriðjudagur 2. október kl. 17:15
5 tónar – frá pípu til fjallasöngs
Natalia Chow söngkona kynnir kínverska tónlist.

Miðvikudagur 3. október kl. 17:15
Jarðhiti í Kína og á Íslandi
Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Fimmtudagur 4. október kl. 17:15
Brú milli menningarheima: Vandinn við að þýða úr kínversku
Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi.


Flugdrekar í Kórnum
Mánudagur 1. október kl. 17:15
Kennsla í flugdrekasmíði undir leiðsögn herra Kon Lingmin, fludrekameistara. Kjörið fyrir leikskólakennara og aðra áhugasama um fljúgandi fyrirbæri.

Þriðjudagur 2. október kl. 14:00
Kennsla í flugdrekasmíði undir leiðsögn herra Kon Lingmin, flugdrekameistara.Kjörið fyrir leikskólakennara og aðra áhugasama um fljúgandi fyrirbæri.

Kvikmyndir í kórnum
Leikstjóri beggja kvikmyndanna sem sýndar verða á Kínverskri menningarhátíð er Yimou Zhang. Hann er hvað þekktastur fyrir nýlegar myndir sínar eins og t.d. Hero, House of Flying Daggers og nú síðast Curse of the Golden Flower sem nýverið var sýnd á bíódögum Græna ljóssins.

Sunnudagur 30. september kl. 14:00
Rauði lampinn/Da hong deng long gao gao gua/Raise the Red Lantern
Leikstjóri: Yimou Zhang
Handrit: Ni Zhen
Eftir sögu: Su Tong
Aðalleikarar: Li Gong, Jingwu Ma, Caifei He o.fl.
(121 mín.)

Myndin segir frá ungu stúlkunni Songlian sem hættir í námi til þess að gerast fjórða eiginkona auðugs og valdamikils manns. Heiti myndarinnar er dregið af þeim skikk bóndans að setja lampa utan við dyr þeirrar konu sinnar sem á að fá að sofa hjá honum þá nóttina. Fjallar myndin svo um baráttu kvennanna um hylli húsbóndans og tilraun söguhetjunnar til þess að tryggja sér rauða lampann á hverri nóttu.

Föstudagur 5. október kl. 13:00
Allir með tölu/Yi ge dou bu neng shao/Not One Less
Leikstjóri: Yimou Zhang
Handrit: Xiangsheng Shi
Aðalleikarar: Wei Minzhi, Zhang Huike
(106 mín.)

Ung stúlka er send til kennslustarfa í afskekktu héraði í Kína. Henni er sagt að haldi hún ekki uppi aga í bekknum fyrsta mánuðinn fái hún engin laun. Einn af nemendunum strýkur til borgarinnar og hún neyðist til að elta hann en í borginni á hún mikið eftir ólært.

Fræðslumyndir í Kórnum

Mánudagur 1. október
kl. 14:00 Colourful seasons in China (30 mín.)
kl. 14:30 Chinese Instrumental Music (30 mín.)

Fimmtudagur 4. október
kl. 14:00 He Zhanhao & The Butterfly Lovers
kl. 14.30 12 Girls Band (105 mín.)

Aðrir atburðir í Safnahúsinu
Í anddyri Safnahússins á jarðhæð verða til sýnis kínverskir listmunir útskornir í tré og stein.

Sérstök handverkssýning verður einnig á pandabjörnum, en pandabirnir skipa þýðingarmikinn sess í kínverski menningu.

Á efri hæðum Safnahússins kynnir Bókasafn Kópavogs kínverskar bókmenntir og tónlist.

Opið er á Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs mánudaga til fimmtudaga kl. 10-20, föstudaga kl. 11-17 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-17.

Aðgangur er ókeypis.