Enn af sniglum

28. september 2007

mynd126.jpgNú um helgina barst Náttúrufræðistofu Kópavogs í annað skipti svokallaður pardussnigill (Limax maximus). Það er athyglisvert við þennan fund að finnandinn var sá sami og síðast og einnig var um sama fundarstað í Hafnarfirði að ræða.

mynd72.jpgÚtlit er fyrir að pardussniglar hafi náð fótfestu á höfuðborgarsvæðinu, því samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands fer tilkynningum um pardussnigla fjölgandi, einkum úr Mosfellsbæ og Grafarvogi, en einnig úr austanverðum Kópavogi.

Það að finna snigilinn í tvígang á sama stað styrkir grunsemdir um að hann kunni að hafa náð staðbundinni fótfestu. Því er full ástæða er til að kanna svæðið betur í grennd við fundarstaðinn. Frekari upplýsingar um pardussnigla er að finna í umfjöllun Náttúrufræðistofunnar frá síðasta sumri.