Skógarsnípa í Safnahúsinu

23. október 2007

Nýr flækingsfugl hefur bæst við fuglasafn Náttúrufræðistofunnar. Þetta er skógarsnípa (Scolopax rusticola) af snípuætt (Scolopacidae). Skógarsnípur flækjast árlega hingað til lands frá Evrópu og hafa líklega gert það um langan tíma. Hún mun fyrst hafa sést hér á landi árið 1894. Skógarsnípurnar koma hingað aðallega á haustin og dvelja jafnan yfir veturinn í skóglendi.

mynd133.jpgSkógarsnípur flækjast árlega hingað til lands frá Evrópu og hafa líklega gert það um langan tíma. Hún mun fyrst hafa sést hér á landi árið 1894. Skógarsnípurnar koma hingað aðallega á haustin og dvelja jafnan yfir veturinn í skóglendi.

Hún er nýlega farin að verpa hér en fyrsta varpið var staðfest í Ásbyrgi sumarið 2003. Einnig hefur fundist hreiður í Skorradal. Hennar hefur einnig orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, m.a. fyrir sex árum í garði Náttúrufræðistofu Kópavogs þegar stofan var til húsa að Digranesvegi 12.

Í N-Evrópu verpir skógarsnípa helst í barrskógum. Erfitt er að meta varpstofn skógarsnípu þar sem hún fellur svo vel inn í umhverfi sitt á skógarbotni, en talið er að hann sé 600.000 - 800.000 pör. Helsta fæða fuglsins er ánamaðkar og skordýr.