Jólahátíð í Kópavogi

28. nóvember 2007

mynd135.jpgLaugardaginn 1. desember verður haldin jólahátíð í Kópavogi á Hálsatorgi. Fjölmargt verður í boði; laufabrauðsbakstur, jólasöngvar, ævintýri um Jólaköttinn og kveikt verður á vinarbæjarjólatré Kópavogs frá Norrköping í Svíþjóð. Í Safnahúsinu bjóða Bókasafnið og Náttúrufræðistofan upp á ævintýri um Jólaköttinn fyrir 4-6 ára krakka. Einnig verður boðið upp á leiðsögn um Náttúrufræðistofuna þar sem m.a. Verður sagt frá nýjasta safngripnum, risastórri furusneið.

Dagskrá jólahátíðar í Kópavogi laugardaginn 1. desember.

Gjábakki
13:00 Handverksmarkaður opnaður
13:30 Laufabrauðsbakstur – Hægt að kaupa kökur á kostnaðarverði en koma þarf með áhöld og bretti. Þetta er tilvalið tækifæri til að læra handtökin við laufabrauðsskurð sem er forn siður. Þeir sem ekki kunna listina geta lært af þeim sem eldri og fróðari eru.
14:00 Samkór Kópavogs
15:00 Kvennakór Kópavogs
16:15 Skólahljómsveit Kópavogs

Heitt súkkulaði og heimabakkelsi til sölu á vægu verði.

Safnahús – Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs
15:00-15:30 Jólakötturinn í Safnahúsinu.
Ævintýri í máli og myndum fyrir 4-6 ára krakka. Fræðst um náttúru Jólakattarins, slóð hans rakin um Safnahúsið, heilsað upp á Jólaköttinn og lesin skemmtileg jólasaga.
15:00 Rauðviður og risafurur.
Forstöðumaður Náttúrufræðistofu veitir leiðsögn um safnið og segir frá þjóðargjöf Bandaríkjamanna.

Dýrin á Náttúrufræðistofunni jafnt stór sem smá klæðast í jólabúning.

Jólabækur og annar fróðleikur um jólin á bókasafninu.

Hálsatorg – Tendrað á vinarbæjarjólatré
16:00 Skólahljómsveitin spilar jólalög
16:10 Sendiherra Svíþjóðar í afhendir vinabæjarjólatréið frá Norrköping
16:15 Forseti bæjarstjórnar tekur á móti jólatrénu fyrir hönd Kópavogsbæjar
16:20 Samkór Kópavogs syngur jólalög
16:30 Harasystur og jólasveinar koma í heimsókn
17:00 Dagskrá lokið

Skólakór Kársness býður gestum og gangandi upp á syngjandi kakó og piparkökur

Gerðarsafn
11:00- 17:00 Sýning úr fjölbreyttri safnaeign.

Aðgangur ókeypis - Opið í kaffiteríunni

17:00 TÍBRÁ: Söngtónleikar - Sönglög Jóns Ásgeirssonar
Söngvararnir Auður Gunnarsdóttir og Bergþór Pálsson ásamt píanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni svipast um í sönglagasafni tónskáldsins. Þau flytja lög sem löngu eru orðin þjóðareign auk annarra sem sjaldnar heyrast.

Miðasala er hafin. Miðaverð 2000 kr./ 67 ára og eldri, námsmenn og öryrkjar 1600 kr