Gleðilega hátíð!

19. desember 2007

Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs óskar gestum safnsins, velunnurum þess, samstarfsaðilum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Bestu þakkir fyrir samveruna og samvinnuna á árinu sem er að líða. Sjáumst heil á nýja árinu!

Náttúrufræðistofan og Bókasafnið verða lokuð dagana 23.12. til 26.12. næstkomandi. Á gamlaársdag er opið frá kl. 10:00 til kl. 12:00 en lokað er á nýársdag.

mynd142.jpgJólamyndin að þessu sinni er af vatnaflónni halafló, líklega (Daphnia galeata), sem er smágert krabbadýr (≤ 2 mm á lengd) og algengt úti í vatnsbol stórra og djúpra stöðuvatna hér á landi. Þessi tiltekna halafló kemur úr vatnssýni sem tekið var í Þingvallavatni í október 2007. Halaflær eru ein helsta fæða murtunnar í Þingvallavatni.

Auk halaflóarinnar má sjá a.m.k. tvær tegundir af kísilþörungum á myndinni. Önnur tegundin er stjörnulaga langeskingur (Pennales) og heitir svifstjarna (Asterionella formosa). Hin tegundin er hringeskingur (Centrales) og er sveig- og hringlaga og kallast sáldeskingur (Melosira italica). Sáldeskingar eru langalgengustu svifþörungarnir í Þingvallavatni.