BEST í Kópavogi!

05. apríl 2008

mynd150.jpgLokakeppni íslenskra grunnskóla í norrænu stærðfræðikeppninni verður haldin í Kópavogi dagana 22.–23. apríl nk. Þema keppninnar 2007–2008 er Stærðfræði og dýr. Sýning á verkefnum nema í 9. bekk frá 9 grunnskólum á landinu verður opnuð í Náttúrufræðistofunni þriðjudaginn 22. apríl og stendur fram á sunnudaginn 27. apríl.

mynd151.jpgStærðfræðikeppnin á rætur sínar í Noregi og er Ísland að taka þátt í sjöunda sinn. Keppnin hefur gengið undir heitinu KappAbel og verið kennd við norska stærðfræðinginn Niels Henrik Abel (1802-1829), sem Abelsverðlaunin heita eftir, en þeim hefur verið jafnað við Nóbelsverðlaunin. Nú hafa veður hins vegar skipast þannig í lofti að hvert Norðurlandanna verður að hafa sitt heiti á kepninni.

Ákveðið hefur verið að íslenska heitið verði BEST og stendur það fyrir bekkirnir keppa í stærðfræði. Keppnin sem íslenskir 9. bekkir hafa tekið þátt í síðan haustið 2001 hefur snúist um að gefa nemendum kost á að spreyta sig á góðum stærðfræðiþrautum, að vinna saman og að færa rök fyrir máli sínu. Einnig er þemaverkefni sem bekkirnir hafa tekið þátt í. Þemað í ár er stærðfræði og dýr.

Um tilurð, gerð og eðli stærðfræðikepnninar má lesa í samantekt eftir prófessor Önnu Kristjánsdóttur, stjórnanda BEST á Íslandi: BEST á Íslandi Í BEST keppninni 2007–2008 taka alls þátt hér á landi níu grunnskólar. Bekkirnir sem boðið er til undanúrslita í Kópavogi 22.-23. apríl eru:

9.1 Síðuskóla, Akureyri, kennari Hrefna Frímann.

9. Hrafnagilsskóla, kennari Þóra Víkingsdóttir.

9. Hvolsskóla, Hvolsvelli, kennari Ingveldur Guðný Sveinsdóttir.

9.HR Víðistaðaskóla, Hafnarfirði, kennari Helgi Egilsson.

9.Þ Digranesskóla, Kópavogi, kennari Þórður St. Guðmundsson.

9. Varmárskóla, Mosfellsbæ, kennari Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir.

9.H1 Austurbæjarskóla, Reykjavík, kennari Sigrún Lilja Jónsdóttir.

9.RH Árbæjarskóla, Reykjavík, kennari Ragnar Hilmarsson.

9.3.1 Réttarholtsskóla, Reykjavík, kennari Ásta Ólafsdóttir.

Þess má geta að 9. bekkur í Digranesskóla hefur sigrað í tvígang í stærðfræðikeppninni undir stjórn Þórðar St. Guðmundssonar kennara. Fræðast má nánar um stærðfræðikeppnina á slóð Kennaraháskóa Íslands.