Reykjavíkurtjörn mjög menguð

07. ágúst 2008

mynd160.jpgNýlokið er á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar ítarlegri rannsókn á ástandi Reykjavíkurtjarnar m.t.t. örvera og efna- og eðlisþátta. Vatnsgæði tjarnarinnar voru metin og tjörnin mengunarflokkuð í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Í ljós kom að Reykjavíkurtjörn er talsvert menguð, einkum m.t.t. saurgerla og næringarefna.

Hér er skýrslan í heild sinni.

Ágrip
Ástand Reykjavíkurtjarnar m.t.t. örvera og efna- og eðlisþátta var kannað á tímabilinu maí 2007–apríl 2008 og vatnsgæði tjarnarinnar metin og tjörnin mengunarflokkuð í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Á heildina litið var ástand tjarnarinnar slæmt m.t.t. næringarefna og örvera, en skárra m.t.t. málma. Fosfór (Tot-P), ammóníak (NH3) og lífrænt kolefni (TOC) mældust í sérlega miklu magni og er Reykjavíkurtjörn í næstlakasta mengunarflokki, flokki D, sem verulega snortið vatn m.t.t. þessara efna. Hvað varðar fosfat (PO4), köfnunarefni (Tot-N) og blaðgrænu-a er tjörnin í þriðja mengunarflokki, flokki C, sem nokkuð snortið vatn. Umtalsverð saurmengun mældist í tjörninni og ratar hún í mengunarflokk D m.t.t. saurkólígerla og mengunarflokk C m.t.t. enterókokka. Mest magn saurkólígerla var í Vatnsmýrartjörn sem rataði í versta mengunarflokkinn, flokk E, með ófullnægjandi ástand vatns. Hvað varðar blý (Pb) lendir Reykjavíkurtjörn í mengunarflokk C sem nokkuð snortið vatn. Styrkur annarra málma var lítill og ratar tjörnin í mengunarflokk A (ósnortið vatn) og B (lítið snortið vatn) m.t.t. kopars (Cu), sinks (Zn), kadmíums (Cd), króms (Cr), nikkels (Ni) og arsens (As). Samkvæmt greiningu á vegum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur telst mengunarálag á Reykjavíkurtjörn vera mikið. Auk röskunar og mengunar frá fyrri tíð, þ.m.t. eyðing votlendis, uppfyllingar, skólplosun og sorpurðun, er helsti uppruni næringarefna- og málmmengunar nú til dags rakin til ofanvatns, einkum frá umferðargötum, og til lífrænnar ákomu frá fuglum. Saurmengun er rakin til fuglalífs og skólplosunar, sem líklega er frá flugvallarsvæðinu. Mengun í Reykjavíkurtjörn hefur sett mark sitt á lífríkið. Einna skýrasta dæmið um þetta er hvarf síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) úr tjörninni á framanverðri 20. öld. Eyðing síkjamarans og sú staðreynd að hann hefur ekki átt afturkvæmt er rakin til efnamengunar, m.a. til útfellinga á járnsúlfíðum, og til lítils skyggnis í vatninu vegna sviflægra þörunga og uppróts á setögnum af botninum. Önnur dæmi um áhrif mengunar lýsa sér í blóma blágrænuþörunga, sem fundist hafa í umtalsverðu magni sum árin, og hárri hlutdeild vatnaflóa af ættkvíslunum Alona og Chydorus. Samkvæmt gr. 8.1 og 8.3 í reglugerð nr. 796/1999 ber sveitarstjórnum að skilgreina langtímamarkmið fyrir vötn og grípa til aðgerða í því skyni að varðveita náttúrulegt ástand þeirra og vernda gegn mengun af manna völdum. Stefna ber að því að vötn falli í flokk A sem ósnortið vatn, eða flokk B sem lítið snortið vatn. Í þessu sambandi eru settar fram fjórar tillögur: 1) að koma í veg fyrir að óhreinsað ofanvatn berist út í tjörnina, 2) að kanna stöðu fráveitumála á flugvallarsvæðinu og koma í veg fyrir líklega skólplosun og saurmengun, 3) að huga að endurheimt síkjamara í tjörninni, en líklega gegndi hann lykilhlutverki á sínum tíma við að halda vatninu hreinu og tæru, og 4) að kanna fýsileika þess að fjarlægja að hluta eða öllu leyti efsta 50–60 cm setlagið af botni tjarnarinnar, en í setlaginu eru birgðir af næringarefnum og þungmálmum. Lagt er til að vakta ástand vatnsgæða í Reykjavíkurtjörn með því að mæla næringarefni, kolefni, blaðgrænu-a og örverur árlega, en málma á 3–5 ára fresti. Jafnframt er mælst til þess að árlega verði fyglst með smádýralífi, einkum vatnaflóm, sem er áberandi hópur í lífríkinu og hentar vel sem metill á gæði vatnsins.

Summary
The surface water quality of lake Reykjavíkurtjörn in central Reykjavík was assessed during May 2007–April 2008 and the lake categorised in accordance with regulation no. 796/1999 for the prevention of water pollution. The regulation depicts five water categories, from category A with un-impacted, natural state of water, to category E, with heavily impacted, unsatisfactory state of water. Overall (all dates and three sampling stations pooled), lake Reykjavíkurtjörn was considerably affected by high loads of nutritients and faecal bacterial pollution. In terms of total phosphorus (Tot-P, 94 ± 39 µg/l (mean ± s.d., n = 18)), ammonium (NH3-N, 105 µg/l (geometric mean, n = 18)) and total organic carbon (TOC, 8.0 ± 2.6 mg/l (mean ± s.d., n = 18)), the lake entered in category D, the second worst category, indicating considerably affected water with negative effects on the biota. For phosphate (PO4-P, 46 ± 22 µg/l (mean ± s.d., n = 18)), total nitrogen (1.025 ± 269 µg/l (mean ± s.d., n = 18)) and chlorophyll-a (22.8 ± 15.0 µg/l (mean ± s.d., n = 18)), the lake entered in category C, indicating some impacts with significant biological effects. For faecal coliform bacteria (820 ind./100 ml (geometric mean, n = 36)) lake Reykjavíkurtjörn entered in category D, and in category C for enterococci (108 ind./100 ml (geometric mean, n = 36)). At one sampling station, faecal coliform bacteria counts overrided category E criteria in 10 out of 12 (83 %) cases. For all metals, except lead (Pb), concentrations were low. For copper (Cu, 2.83 ± 1.39 µg/l (mean ± s.d., n = 18)) and cadmium (Cd, 0.012 ± 0.006 µg/l (mean ± s.d., n = 18)) the lake entered in category B, and in category A for zinc (Zn, 4.91 ± 2.87 µg/l (mean ± s.d., n = 18)), chromium (Cr, <0.3 µg/l), nikkel (Ni, <1.0 µg/l) and arsen (As, <0.05 µg/l)). For lead (Pb, 1.432 ± 1.153 µg/l (mean ± s.d., n = 18)), the lake entered in category C. The bad water quality of lake Reykjavíkurtjörn is attributed mainly to human impacts and pressures of different origin, of which some have been acting for the last 200 years since urbanisation of the capital Reykjavík. In the late 19th. and early 20th. century, the catchment was impacted by peat mining, wetland draining and landfills. At present, the main source of chemical pollution is related to road traffic, entering the lake both by air and run-off water. Faecal pollution is traced to droppings from dense populations of birds utilising the lake, as well as to insufficient sewage system, probably in the Reykjavík airport area. Pollution has taken its toll on the biota of lake Reykjavíkurtjörn. Most prominently, the macrophyte alternate water-milfoil (Myriophyllum alterniflorum) has disappeared. The milfoil probably served an important role in keeping the lake clean and transparent. In accordance with reg. no. 796/1999, authorities must act and aim for category A or B for a particular lake if its water quality complies with category C, D or E. For this purpose we present four suggestions for consideration: 1) prevent inlet of direct run-off water, 2) fix the sewage system, 3) restore alternate water-milfoil in the lake, and 4) remove the topmost 50-60 cm, polluted layer of sediment in the lake.