Síðsumarsrölt Umhverfisráðs

03. september 2008

mynd161.jpgUmhverfisráð Kópavogs stendur fyrir síðsumarsrölti fimmtudaginn 4. september til að kynna framtíðarskipulag og náttúrufar á svæðinu milli Heimsenda (hesthúsahverfinu) og Guðmundarlundar. Gangan hefst kl. 17:30 við Heimsenda.

Gengið verður með leiðsögumönnum sem fræða göngufólk um það sem fyrir augu ber.

Leiðsögumenn eru: • Birgir H. Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar • Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs • Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar.

Þá verður plöntusafn Hermanns Lundholm í Guðmundarlundi skoðað sérstaklega. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos í Guðmundarlundi.

Þetta er gott tækifæri til að kynna sér nokkrar af náttúruperlum Kópavogs, bæði sögulegar og náttúrulegar, og eru allir hvattir til að koma og eiga góða stund í fallegu umhverfi undir leiðsögn staðkunnugra leiðsögumanna. Gangan hefst við hestamiðstöðina Hrímfaxa í hesthúsahverfi Heimsenda. Þeim sem vilja er boðið að aka með rútu frá Teiti Jónassyni frá Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, upp í Heimsenda kl. 17.10.