Vatnsgæði Þingvallavatns mjög mikil

04. nóvember 2008

mynd171.jpgNáttúrufræðistofan gaf nýlega út fyrstu gagnaskýrsluna vegna vöktunar á lífríki og vatnsgæðum í Þingvallavatni, en um langtímaverkefni er að ræða sem hófst vorið 2007. Í stuttu máli sagt bendir flest til þess að ástand Þingvallavatns árið 2007 m.t.t. efna− og eðlisþátta og þörunga− og dýrasvifs úti í vatnsbolnum sé mjög gott og svipað því sem var fyrir um 30 árum.

Gagnaskýrsluna í heild má nálgast hér.

Ágrip
Árið 2007 hófst vöktunarverkefni á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns á vegum Umhverfisstofnunar, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Vöktuninni er skipt í þrjá meginverkþætti og sér Náttúrufræðistofa Kópavogs um verkþátt nr. 2 sem beinist að lífríki og efna- og eðlisþáttum í vatnsbol vatnsins. Árið 2007 var gagna aflað í maí, júní, ágúst og október á þremur stöðvum í vatninu. Framkvæmd verkefnisins gekk samkvæmt áætlun. Vatnshiti mældist 3,6–10,7 ºC yfir allt tímabilið. Vatnið var lagskipt í júlí–ágúst og voru hitaskil á 20–25 m dýpi. Vatnshitinn var um 10,5 ºC í efra laginu og 8,5 ºC í því neðra. Í maí og október var vatnið blandað frá yfirborði og niður á botn. Sýrustig mældist 7,6–8,6 pH og uppleyst súrefni 12,7–17,4 mgO2/l og að meðaltali 14,4 mg O2/l (± 0,10 st.sk.). Súrefnismettun var mikil, 97–147% og að meðaltali 120% (± 1,14). Rafleiðni mældist 67–77 µS/cm og 72 µS/cm (± 0,25) að meðaltali yfir allt tímabilið. Styrkur fosfórs (Tot-P), fosfats (PO4-P), köfnunarefnis (Tot-N) og lífræns kolefnis (TOC) var lítill og undir viðmiðunarmörkum fyrir lítt eða ósnortið vatn skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Þingvallavatn fellur því í ástandsflokk A m.t.t. þessara efna í samræmi við reglugerð nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns. Hér ber þó að hafa í huga að efnin voru aðeins mæld í eitt skipti. Styrkur fosfats og nítrats árið 2007 var mjög svipaður því sem mældist árið 1975. Greindar voru 52 tegundir og hópar af svifþörungum. Kísilþörungar voru ríkjandi með fjöldahlutdeild 34–98% og 84% að meðaltali og lífþyngdarhlutdeild 31–99,5% og 73% að meðaltali. Langalgengastar voru hinar stórvöxnu tegundir Aulacoseira islandica f. curvata, A. islandica (O. Müller) og Asterionella formosa og er það í samræmi við eldri gögn. Magn blaðgrænu-a var 0,45–5,52 µg/l yfir allt tímabilið og svipaði til þess sem mældist 1974–75, 1979 og 1981–82. Langmest var af þörungasvifinu í október en minnst í júní og ágúst og endurspeglaðist þetta í rýni vatnsins, sem mældist 5,0–12,0 m á öllu tímabilinu en mest í ágúst (10,3 ± 0,19 m) þegar minnst var af þörungasvifi og langminnst í október (5,8 ± 0,13 m) þegar þörungasvif var mest. Framangreint munstur fellur vel að eldri svifþörungamælingum og staðfestir að frumframleiðsla í Þingvallavatni er tvítoppa með hámörkum um vor og haust. Greindar voru sex tegundir og af svifkröbbum, þ.e. vatnaflærnar Alonella nana, Bosmina coregonii, Chydorus sphaericusog Daphnia galeata, og árfætlurnar Diaptomus og Cyclops. Langmest var af svifkröbbunum í ágúst og október, 54–64 dýr/10 l, en mun minna í maí og júni, 2–8 dýr/10 l. Þrjár tegundir voru allsráðandi í ágúst og október, D. galeata, Diaptomus og Bosmina coregonii. Af þyrildýrum greindust 12 ættkvíslir og hópar og mest áberandi var tegundin Polyarthra sem stemmir við fyrri rannsóknir. Heildarþéttleiki þyrildýra yfir allt tímabilið var að meðaltali á bilinu 217 dýr/10 l (júní) til 433 dýr/10 l (október). Á heildina litið bendir flest til þess að ástand Þingvallavatns árið 2007 m.t.t. efna- og eðlisþátta og þörunga- og dýrasvifs úti í vatnsbolnum sé mjög gott og svipað því sem var fyrir um 30 árum.

Summary
Þingvallavatn is the largest lake in Iceland (84 km2, mean depth 35 m), a cold, spring-fed, oligotrophic rift lake of high conservational value. In 2007 a monitoring programme was started to assess chemical and biological quality of the lake. The programme is run by The Environment Agency (Umhverfisstofnun), The Thingvellir Natinal Park (Þjóðgarðurinn á Þingvöllum), Reykjavík Energy (Orkuveita Reykjavíkur) and The National Power Company (Landsvirkjun). There are three major work tasks in the programme: 1) Physico- chemical factors in inlet and outlet water, executed by Institute of Earth Sciences (Jarðvísindastofnun), 2) Biological and physico- chemical factors in the pelagic habitat, executed by Natural History Museum of Kópavogur (Náttúrufræðistofa Kópavogs) and 3) Fish populations, executed by Freshwater Fisheries Institute (Veiðimálastofnun). In this report, results are given for the first year of sampling, 2007, in work task no. 2. Lake temperature measured 3.6–10.7 ºC for the whole period, being highest in August (9.7 ± 0.19 ºC, mean ± s.e.m.) and lowest in May (3.8 ± 0.04 ºC). A thermocline was present at 20–25 m depth in July and August with ca. 10.5 ºC in the euphotic zone and ca. 8.5 ºC below. pH measured 7.6–8.6, dissolved oxygen 12.7–17.4 mg O2/l (14.4 ± 0.10 mg O2/l) and oxygen saturation was 97–147% O2 (120% ± 1.14). Conductivity measured 67–77 µS/cm (72 ± 0,25 µS/cm). Nutrients (measured in unsieved water samples) were low in concentrations; Tot-P (11 ± 0.3 µg/l), PO4-P (8 ± 0.3 µg/l), Tot-N (38 ± 2.4 µg/l) and TOC (0.25 ± 0.05 mg/l). In all, 52 species and species groups of phytoplankton were identified. Diatomes were far the most dominant group, with a mean contribution by number of 84% (34–98%) and a mean contribution by biomass of 73% (31–99.5%). Aulacoseira islandica f. curvata, A. islandica (O. Müller) and Asterionella formosa were by far the most common species. Chlorophyll-a measured 0.45–5.52 µg/l for the whole period, with a distinct peak in October and a low in June and August. The chlorophyll pattern was reflected in transparancy, with Secchi depth measuring 5.0–12.0 m for the whole period, highest in August (10.3 ± 0.19 m) and lowest in October (5.8 ± 0.13 m). Six species and genuses were identified of crustacean zooplankton; Alonella nana, Bosmina coregonii, Chydorus sphaericus, Daphnia galeata, Diaptomus sp. and Cyclops sp. Densities were low in May and June (2–8 ind./10 l) but relatively high in August and October (54–64 ind./10 l), with D. galeata, Diaptomus sp. and Bosmina coregonii as dominant species. Among rotifers, 12 genuses and species groups were identified, with Polyarthra sp. as the far most abundant species. Total densities of rotifers ranged from a geometric mean of 217 ind./10 l in June to 433 ind./10 l in October. To sum up, water quality was high in the pelagic habitat of Lake Þingvallavatn in 2007 regarding physico- chemical parameters, phytoplankton and zooplankton, complying with pristine conditions (category A) as required and stated in reg. no. 650/2006 for the protection of water quality and biota of Þingvallavatn. The results from 2007 comply in general with results as measured in Þingvallavatn for ca. 30 years ago. Sjá einnig fyrri umfjöllun um vöktun Þingvallavatns