Ný rannsókn á Hafravatni

13. janúar 2009

mynd179.jpgNáttúrufræðistofa Kópavogs lauk fyrir skömmu rannsókn á lífríki og efna– og eðlisþáttum í Hafravatni, en verkefnið var unnið fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Ástand Hafravatns var mjög gott m.t.t. flestra efna– og lífríkisþátta. Samanburður við eldri rannsóknir benda til athyglisverðra breytinga í vistkerfi vatnsins.

Hér má finna skýrsluna í heild.

 Ágrip
Vistkerfi Hafravatns var rannsakað í maí–október 2007 á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Mosfellsbæ og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lífríki, efnaþætti og eðlisþætti vatnsins. Öðrum þræði var ráðist í verkefnið til að svara spurningum um umhverfisálag og hugsanlega mengun í vatninu. Ástand Hafravatns m.t.t. næringarefna og þungmálma var mjög gott. Næringarefnastyrkur var lítill og telst Hafravatn næringarefnasnautt. Heildarstyrkur fosfórs (Tot-P) mældist 4–5 µg/l og köfnunarefnis (Tot-N) 66–93 µg/l. Hlutfall PO4:NH4+NO3 var um 1,0 sem bendir til þess að köfnunarefni sé takmarkandi í frumframleiðslu. Styrkur þungmálma (Cu, Zn, Cd, Pb, Cr, Ni, As) var lítill og jafnan undir greiningarmörkum. Rafleiðni mældist 95 µS/cm (± 1,3, n=9). Samkvæmt langtímagögnum Náttúrufræðistofunnar og fyrri rannsóknum hefur rafleiðnin aukist marktækt í vatninu um 10–15 µS/cm á sl. tíu árum eða svo. Þetta bendir til þess að ákoma efna í vatnið hafi aukist og eða að yfirborðslag vatnsins hafi hlýnað. Aukning í rafleiðni gefur tilefni til að ætla að lífsskilyrði hafi batnað almennt í vatninu. Sjóndýpi mældist fremur lítið, 5,8 m (± 0,48), sem kemur á óvart m.t.t. þess hve lítið var af gruggi (0,96 ± 0,23 FNU), blaðgrænu–a (2,3 ± 0,27 µg/l) og lífrænu kolefni (0,72 ± 0,05 mg/l). Gróðurþekja í vatninu var lítil og á meðal háplantna fundust fjallnykra (Potamogeton alpinus), álftalaukur (Isoetes echinospora) og síkjamari (Myriophyllum alterniflorum). Kransþörungurinn tjarnarnál (Nitella opaca) fannst á 2–12 m dýpi. Í grýttu fjörubelti fundust 36 tegundir og tegundahópar af hryggleysingjum og var þéttleikinn 12.677–62.247 dýr/m2. Árfætlur, vatnaflær, rykmýslirfur og ánar voru algengustu dýrahóparnir. Ofan í mjúkum setbotni fundust 25 tegundir og tegundahópar hryggleysingja og var þéttleikinn 10.794–116.190 dýr/m2. Ánar, skelkrabbar, árfætlur og rykmýslirfur voru algengustu dýrahóparnir á setbotninum. Þéttleiki og tegundasamsetning botndýra í Hafravatni svipar til þess sem þekkist í álíka djúpum vötnum á landinu. Í vatnsbol Hafravatns fundust 12 tegundir og tegundahópar krabbadýra og var þéttleikinn 25–184 dýr/10 l. Allsráðandi tegundir voru halafló (Daphnia galeata), ranafló (Bosmina coregonii) og svifdíli (Diaptomus teg.). Lítið var af hornsílum í vatninu en afli bleikju og urriða var umtalsverður og álíka mikið af hvorri tegund. Bleikjan náði hámarksstærð við 5+ ára aldur og var þá um 20 cm á lengd og 100 g. Urriðinn óx bæði hraðar og varð stærri en bleikja. Aðalfæða bleikju var sviflægar vatnaflær, en vatnabobbar, vorflugulirfur og hornsíli var aðalfæða urriða. Magafylli var töluverð hjá bæði bleikju og urriða og fiskarnir almennt í góðum holdum (holdastuðull Fultons > 1,0). Samanburður við fyrri rannsóknir í Hafravatni bendir til þess að bleikjustofninn hafi stækkað á sl. tíu árum, sem og að lengdar– og þyngdarvöxtur einstaklinga hafi aukist og lífslíkur vaxið. Sömu tilhneigingar gætir í grósku smádýra í grýttu fjörubelti og í vatnsbolnum – þéttleiki dýra er meiri nú en fyrir um tíu árum. Þessar breytingar kunna að standa í sambandi við víðtækari breytingar á umhverfisþáttum sem virðast eiga sér stað á vatnasviði Hafravatns og höfuðborgarsvæðinu öllu, þ.e.a.s. í hlýnandi veðurfari.

Summary
Physico–chemical factors and biological components of Lake Hafravatn, Mosfellsbær municipal, SW–Iceland, were studied in the period May–October 2007. Lake Hafravatn is 1.08 km2, with mean depth of 8 m and max. depth 28 m. The lake is situated at 75 m a.s.l. and the catchment (~ 30 km2) is a mixture of barren land and vegetated heath– and wetland. The main outlet is by River Úlfarsá (~ 1,3 m3/s), giving a rough estimate of retention time of 73 days. Surface water quality of Lake Hafravatn was very high. All major nutrients, trace elements and heavy metals measured in low concentrations. Lake Hafravatn classifies as an oligotrophic lake. Tot-P (n = 3) measured 4–5 µg/l, PO4 2–3 µg/l, Tot-N 66–93 µg/l while NH4 and NO3 were below detection limits. The ratio of available N:P was around 1.0, indicating that nitrogen rather than phosphorus was the limiting factor for primary production. Concentrations of Cu, Zn, Cd, Pb, Cr, Ni and As was low and usually below detection limits. Secchi depth was rather low (5.8 m ± 0.48) and less than expected with regard to low concentrations of chlorphyll–a (2.3 µg/l ± 0.27) and TOC (0,72 mg/l ± 0.05). Conductivity was on average 95 µS/cm ± 1.3 (n=9), complying with conductivity in Icelandic lakes of similar depth. According to longtime dataseries, conductivity in Lake Hafravatn has increased significantly by 10–15 µS/cm for the past 10 years or so. This suggests that nutrient load into the lake might have increased and or that the uppermost surface layer of the lake has warmed up. Increased conductivity implies that general conditions for life in the lake have improoved. Lake Hafravatn is poor in macrophytes, mainly because of its depth and limited Secchi depth. Three specis of macrophytes were identfied (Potamogeton alpinus, Isoetes echinospora and Myriophyllum alterniflorum) and one species of chara algae (Nitella opaca). Regarding invertebrates, 36 species and species–groups were identified in the rocky surf zone with a density of 12.677–62.247 ind./m2. Copepods (Cyclops teg.), cladocerans, chironomid larvae and oligochaets were the most abundant groups. In the profundal habitat, 25 species and species–groups were identified with a density of 10.794–116.190 ind./m2. Oligochaets, ostracods, copepods and chironomid larvae were most common. In the pelagic, 12 species and species–groups were identified with a density of 25–184 ind./10 l. Dominant species were Daphnia galeata, Bosmina coregonii and Diaptomus teg. Regarding fish, three–spined sticklebacks (Gasterosteus aculeatus) were caught in very low numbers, but cpue of Arctic charr (Salvelinus alpinus) and brown trout (Salmo trutta) was quite high and even among both species. Growth of Arctic charr was rather slow, with maximum size of ~20 cm and 100 g at the age 5+ yr. Brown trout grew faster and reached greater size. Main food of Arctic charr was zooplankton, whereas molluscs, trichopterans and sticklebacks were main food for brown trout. Comparison with earlier studies on Lake Hafravatn indicates that the Arctic charr population has improved considerably for the past 10 years, as well has individual growth rate of fish and survival. Also, densities of littoral and profundal invertebrates, and that of zooplankton, are higher now than a decade ago. These changes may be related to more comprehensive changes taking place in environmental factors in the catchment area of Lake Hafravatn as well as the whole capital area, i.e. climate warming.