Fiskur í steini

17. mars 2009

Listamaðurinn Lísa K. Guðjónsdóttir opnar sýningu sína „Fiskur í steini“ í Náttúrufræðistofu Kópavogs fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Frá árinu 2000 hefur Lísa unnið í grjót en það er fyrst nú, á árinu 2009, sem hún sýnir steingerðar höggmyndir sínar opinberlega.

mynd181.jpgFrá útskrift úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1976 vann Lísa mest við ætingu en síðar meira með mónótýpur og var virk í sýningarhaldi innan lands og utan. Hún starfaði einnig sem kennari í mörg ár við sama skóla og þar áður við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún starfar nú sem þjónustufulltrúi í myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Sýningin stendur til 30. apríl. Athugið að um sölusýningu er að ræða. Opið er mánudaga til fimmtudaga kl 10-20, föstudaga kl 11-17, og laugardaga og sunnudaga kl 13-17. Aðgangur er ókeypis – Verið velkomin!