Bakkatjörn á Seltjarnarnesi

06. maí 2009

mynd182.jpgÚt er komin skýrsla á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem fjallað er um rannsókn á lífríki og efna– og eðlisþáttum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi á tímabilinu maí–október 2008. Verkefnið var unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar. Ástand Bakkatjarnar var að mörgu leyti óvenjulegt, sérstaklega hvað varðar styrk næringarefna og magn svifþörunga.

Hér má lesa skýrsluna í heid sinni.

Ágrip
Vistkerfi Bakkatjarnar á Seltjarnarnesi var rannsakað á tímabilinu maí–október 2008 á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla grunnupplýsinga um lífríki og efna- og eðlisþætti Bakkatjarnar í því skyni að kanna grunngerð og eðli vistkerfisins. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki áður farið fram í Bakkatjörn. Sumarið og haustið 2008 var venju fremur þurrt og setti það mark sitt á vatnsbúskap Bakkatjarnar, en tjörnin var mjög vatnslítil allan seinnihluta árs 2008. Þetta ber að hafa í huga varðandi túlkun á niðurstöðum. Bakkatjörn er grunn og botninn er fremur sléttur. Meðaldýpi var 75 cm og mesta dýpi 85 cm. Vegna þurrkatíðar og lágs vatnsborðs á mælingadegi má gera ráð fyrir að í venjulegu árferði sé Bakkatjörn 50–70 cm dýpri en mælingar í þessari rannsókn sýndu. Í dýpri hluta tjarnarinnar þekur þunnt leðjulag botninn, um 5 cm þykkt, en þar undir tekur við fjörusandur og þéttur mór. Efnabúskapur Bakkatjarnar var óvenjulegur. Óvenjuhá rafleiðni mældist í tjörninni, að meðaltali 703 μS/cm (± 41,5 μS/cm staðalskekkja, spönn 230–939 μS/cm), og styrkur helstu næringarsalta var einnig afar mikill og hið sama gilti um flestar an- og katjónir. Styrkur fosfórs (Tot-P, 168–856 μg/l), fosfats (PO4-P, 74–300 μg/l), köfnunarefnis (Tot-N, 1150–4860 μg/l) og lífræns kolefnis (TOC, 9,0–28,6 mg/l) var í flestum tilvikum meiri en tilgreint er sem viðmið fyrir næst-lakasta og lakasta vatnsgæðaflokk á yfirborðsvatni skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Mikill efnastyrkur í Bakkatjörn er rakinn til nálægðar við sjó, álags vegna fugladrits og uppsöfnunar á efnum þar sem ósi tjarnarinnar var lokað um 1960. Selta í Bakkatjörn mældist aðeins 0,2–0,3‰ og því flokkast hún sem ferskvatn en ekki sem ísölt tjörn eins og verið hefur. Lífríki Bakkatjarnar var að flestu leyti einkar gróskumikið hvað varðar magn einstakra tegunda, en fjöldi tegunda var aftur á móti fremur lítill. Gífurlega frumframleiðsla var meðal svifþörunga og voru grænþörungar allsráðandi. Magn blaðgrænu-a mældist 9,0–570,7 µg/l og eru þetta hæstu gildi sem mælst hafa í ferskvatni hér á landi. Engar háplöntur fundust í tjörninni og er það líklega vegna mjög lítils rýnis og mikilla vatnsborðssveiflna. Á setbotni bar langmest á vatnaflóm, einkum burstafló (Iliocryptus sordidus) og broddfló (Macrothrix hirsuticornis), ásamt augndílum (Cyclopidae) og þyrildýrum (Rotifera). Í samanburði við önnur grunn vötn á höfuðborgarsvæðinu var þéttleiki framangreindra dýra í Bakkatjörn afar mikill. Mikil mergð hornsíla fannst í Bakkatjörn. Góður vöxtur hornsílanna, nær tvöföldun á þyngd á fimm mánuðum, gefur til kynna að þau hafi það gott í tjörninni. Aðalfæða sílanna voru kúlufló (Chydorus sphaericus) og broddfló. Í Bakkatjörn fannst mikið af söðulhýðum vatnaflóar sem líklega tilheyra tegundinni Daphnia magna, en þessi tegund hefur ekki verið greind hér á landi áður. Þá fannst talsvert af götungum (Foraminifera) í tjörninni, sem er athyglisvert því þeir hafa ekki áður verið greindir í ferskvatni hérlendis. Eftir er að skera úr um hvort götungarnir eru sjávar- eða ferskvatnstegundir.
Summary
The ecology of Bakkatjörn pond, located at Seltjarnarnes peninsula in the capital area of Reykjavík, Iceland, was studied in the period May–October 2008 for the Seltjarnarnesbær municipal. The Bakkatjörn pond and surrounding area is protected because of its importance for bird life. The Bakkatjörn pond is a small (14 ha) and shallow (mean depth 0.75 m, max. depth 0.85 m) water body which until 1960 was a lagoon open to the sea. In 1960 the outlet was blocked by landfill. As the weather during the latter part of 2008 was quite dry, the water table of Bakkatjörn pond was 0.5–0.7 m lower than under usual, wetter weather conditions. Unstable water level and variable water volume must be kept in mind when considering the results on chemistry and biology of the pond. Physico-chemical characteristics of Bakkatjörn pond were unusual. Despite close vicinity to the sea, salinity measured only 0.2–0.3‰, but conductivity measured really high, on avergae 703 μS/cm (s.e. 41.5, range 230–939 μS/cm), as did all major nutrients and anions and cations. Tot-P measured 168–856 μg/l (n=3), PO4-P 74–300 μg/l, Tot-N 1150–4860 μg/l, NH4-N 37–240 μg/l and TOC 9.0–28.6 mg/l. NO3-N was not detectable (< 1.0 μg/l), presumably because of constant exhaustion by excessive amount of primary producers. For all nutrients above, except nitrate, concentrations exceeded in most cases the second-worst and worst water quality category as depicted in regulation no. 796/1999 for the prevention of water pollution. The water quality of Bakkatjörn pond is attributed to three main factors; close vicinity to the sea, nutrient loadings in relation to high bird density, and by internal accumulation as the pond has been closed off from the sea. The biota of Bakkatjörn pond was characterised by relatively few species, but those present occurred in great numbers. Chlorophyll-a measured high most of the research period, on average 233.8 μg/l (s.e. 51.1, range 9.0–570.7 μg/l). No macrophytes were found but chlorophytes along with diatomes and blue-green bacteria were the most prominent primary producers. In accordance with high primary production, Secchi depth was low (25 cm), turbidity high (≥ 45.6 FNU) and pH high (9.27 ± 0.25, 7.74–10.91). Regarding invertebrates, 13 species and species-groups were identified in the sediment habitat, with total densities sampled by Kajak-cores ranging between 8911–350000 ind./m2. Cladocerans dominated in abundance, especially the species Iliocryptus sordidus and Macrothrix hirsuticornis along with species of the family Cyclopidae. In samples collected by activity traps, total densities ranged between 3685–623292 ind./m2, with rotifers being the most abundant group, in particular the species Keratella quadrata. Three-spined sticklebacks (Gasterosteus aculeatus) occurred in high densities and were in good condition, as indicated by fast growth, i.e. they almost doubled in weight over a period of five months. The diet of the sticklebacks consisted mainly of the cladocerans Chydorus sphaericus and M. hirsuticornis. Considerable quantity of cladoceran ephippia was found in Bakkatjörn pond, probably of the species Daphnia magna. The identity has still to be confirmed, but if they prove to be D. magna this is the first record of the species in Iceland. Also, foraminifers were found in some numbers in the pond, which is interesting as they have not been recorded in Icelandic freshwater. It remains to be identified wether the foraminifers are of marine or freshwater origin.