Vatnsgæði í vatnsbol Þingvallavatns góð

01. júlí 2009

mynd171.jpg

Nú um mánaðamótin júní–júlí kom út á vegum Náttúrufræðistofunnar önnur gagnaskýrslan vegna vöktunar á lífríki og vatnsgæðum í Þingvallavatni. Um er að ræða langtímaverkefni sem hófst vorið 2007. Ástand Þingvallavatns árið 2008 var gott m.t.t. efna− og eðlisþátta og þörunga- og dýrasvifs úti í vatnsbolnum.

Gagnaskýrsla ársins 2008.

Ágrip
Árið 2007 hófst vöktunarverkefni á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns á vegum Umhverfisstofnunar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Um er að ræða árlega sýnatöku og mælingar og er vöktuninni skipt í þrjá meginverkþætti. Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur séð um verkþátt nr. 2 sem beinist að lífríki og efna- og eðlisþáttum í vatnsbol vatnsins. Árið 2008 var gagna aflað í maí, júlí, september og október á þremur stöðvum í vatninu auk útfallsins. Framkvæmd verkefnisins gekk samkvæmt áætlun. Vatnshiti mældist 2,7–10,3 ºC yfir allt tímabilið. Ekki varð vart við nein hitaskil eins og sumarið 2007. Sýrustig mældist 7,36–9,06 pH og uppleyst súrefni 11,5–15,9 mgO2/l og að meðaltali 13,6 mgO2/l (± 0,14 st.sk.). Súrefnismettun var mikil, 96–119% og að meðaltali 111% (± 0,44). Rafleiðni mældist 70–75 µS/cm og 73 µS/cm (± 0,13) að meðaltali yfir allt tímabilið. Alls voru greindar 79 tegundir og hópar af svifþörungum. Líkt og árið 2007 voru kísilþörungar ríkjandi, með fjöldahlutdeild 18–98% og 67% að meðaltali og lífþyngdarhlutdeild 72,3–99,7% og 93,2% að meðaltali. Langalgengastar voru hinar stórvöxnu tegundir Aulacoseira islandica f. curvata, A. islandica (O. Müller), A. italica og Asterionella formosa og er það í samræmi við gögn frá sjöunda og áttunda áratugnum. Magn blaðgrænu-a mældist 0,84–5,88 µg/l og að meðaltali 2,92 ± 0,215 µg/l, n = 49) og var heldur hærra en árið 2007. Langmest var af þörungasvifinu í október en minnst seinnihluta sumars (júlí−septemberbyrjun) og endurspeglaðist þetta í sjóndýpinu, sem mældist 6,5–12,5 m, mest í septemberbyrjun (12,2 ± 0,33 m) þegar minnst var af þörungasvifi og minnst í október (6,5 m) þegar þörungasvif var mest. Framangreint munstur fellur vel að niðurstöðunum frá 2007 og eldri svifþörungamælingum og staðfestir að frumframleiðsla í Þingvallavatni er tvítoppa með hámörkum um vor og haust. Greindar voru sjö tegundir og tegundahópar af sviflægum krabbdýrum, þ.e. vatnaflærnar gárafló (Alonella nana), hjálmfló (Acroperus harpae), ranafló (Bosmina coregonii) , kúlufló (Chydorus sphaericus) og halafló (Daphnia galeata), auk þriggja tegunda af árfætlum, þ.e. dílategund (Diaptomus) og augndíli (Cyclops tegundir). Langmest var af svifkröbbunum í september og október, 9–376 dýr/10 l, en mun minna í maí og júli, 2–51 dýr/10 l. Fjórar tegundir voru allsráðandi um haustið, D. galeata, Diaptomus, A. nanaog Bosmina coregonii. Af þyrildýrum greindust 13 ættkvíslir og hópar og var mest af þeim á fyrrihluta tímabilsins (1847 ± 54 dýr/10 l í maí og 1045 ± 119 dýr/10 l í júlí), en minna um haustið (1100 ± 162 dýr/10 l í september og 464 ± 39 dýr/10 l í október). Fyrrihluta tímans bar mest á tegundunum Keratella cochlearis og Polyarthra ásamt Asplachna priodonta og Filinia terminalis, en síðsumars og um haustið bar einna mest á Conochilus unicornis og Trichocerca tegund. Á heildina litið voru vatnsgæði úti í vatnsbol Þingvallavatns árið 2008 mjög góð og í samræmi við ákvæði í reglugerð nr. 650/2006 um um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns, nema hvað varðar magn blaðgrænu–a. Af 49 þörungasýnum voru 31% innan viðmiðunarmarka fyrir hæsta vatnsgæðaflokk (flokk A, sbr. reglugerð nr. 796/1999), en 53% sýnanna samræmdust flokki B og 16% flokki C

Summary
In year 2007 a monitoring programme was started to assess chemical and biological quality of Lake Þingvallavatn. The programme is run by The Environment Agency (Umhverfisstofnun), The National Power Company (Landsvirkjun), Reykjavík Energy (Orkuveita Reykjavíkur) and The Thingvellir Natinal Park (Þjóðgarðurinn á Þingvöllum). There are three major work tasks in the programme: 1) Physico- chemical factors in inlet and outlet water, executed by Institute of Earth Sciences (Jarðvísindastofnun), 2) Biological and physico– chemical factors in the pelagic habitat, executed by Natural History Museum of Kópavogur (Náttúrufræðistofa Kópavogs) and 3) Fish populations, executed by Freshwater Fisheries Institute (Veiðimálastofnun). In this report, results from work task no. 2 are given for the second year of sampling, 2008, based on field work on May 8, July 2, September 1 and October 15. Lake temperature measured 2.7–10.3 ºC, highest in September (10.2 ± 0.04 ºC, mean ± s.e.m.) and lowest in May (2.8 ± 0.09 ºC). No thermocline was observed contrary to the year 2007. pH measured 7.36–9.06, dissolved oxygen 11.5–15.9 mgO2/l (13.6 ± 0.14 mgO2/l) and oxygen saturation was 96–119% O2 (111% ± 0.44). Conductivity measured 70–75 µS/cm (73 ± 0.13 µS/cm). Nutrients (measured in unsieved water sample taken April 28 at the lake outlet) were low in concentrations; Tot-P (20 µg/l), PO4-P (14 µg/l), Tot-N (59 µg/l) and TOC (0.44 mg/l). In all, 79 species and species groups of phytoplankton were identified. Diatoms were far the most dominant group, with a mean contribution by number of 67% (18–98%) and a mean contribution by biomass of 93.2% (72.3–99.7%). Aulacoseira islandica f. curvata, A. Islandica (O. Müller). A. Italica and Asterionella formosa were by far the most common species. Chlorophyll-a measured 0.84–5.88 µg/l (2.92 ± 0.215, n = 49), with a distinct peak in October and a low in July–September. The chlorophyll pattern was reflected in transparancy, with Secchi depth measuring 6.5–12.5 m, being highest in early September (12.2 ± 0.33 m) and lowest in October (6.5 m). Seven species and genuses were identified of crustacean zooplankton; Alonella nana, Acroperus harpae, Bosmina coregonii, Chydorus sphaericus, Daphnia galeata, Diaptomus sp. And Cyclops spp. Densities were low in May and July (2–51 ind./10 l) but high in the autumn (9–376 ind./10 l), with D. Galeata, Diaptomus sp., A. Nana and B. Coregonii as dominant species. Among rotifers, 13 genuses and species groups were identified. Densities were highest in May (1847 ± 54 ind./10 l) and lowest in October (464 ± 39 ind./10 l). Keratella cochlearis and Polyarthra sp. Along with Asplachna priodonta and Filinia terminalis, were the far most abundant species. In the autumn, Conochilus unicornis and Trichocerca sp. Were most abundant. To sum up, in the year 2008 water quality in the pelagic habitat of Lake Þingvallavatn was high, complying with pristine conditions (category A) as stated in reg. No. 650/2006 for the protection of water quality and biota of Þingvallavatn, except for chlorophyll–a (31% of samples complying with class A, but 53% entering class B and 16% class C, according to reg. No. 796/1999). Sjá einnig fyrri umfjöllun um vöktun Þingvallavatns