Vísindavaka 2009

25. september 2009

Hin árlega Vísindavaka hefst í dag 25. september kl. 17 í Listasafni Reykjavíkur. Náttúrufræðistofan tekur þátt í vísindavökunni og mun starfsfólk kynna starfsemi stofunnar á sviði sýninga, rannsókna og ráðgjafar.

mynd193.jpg

Á boðstólum verða m.a. lifandi hornsíli og hinn sérstaki kúluskítur, rannsóknaskýrslur til að rýna í og brugðið verður upp á skjá myndum úr starfseminni. Dagskrá Vísindavöku 2009 er að finna á rannis.is.