Þríhnúkagígur – Hjarta Eldfjallagarðs

11. nóvember 2009

Bæjarstjórn Kópavogs býður til kynningar á hugmyndum um nýstárlega nýtingu Þríhnúkagígs í þágu ferðamennsku og fræðslu um náttúru Íslands. Kynningin fer fram í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Að fundinum standa bæjarstjórn Kópavogs, VSÓ Ráðgjöf og Náttúrufræðistofa Kópavogs. Fundurinn er opinn og allir eru velkomnir.mynd197.jpg

Dagskrá kynningarinnar í Salnum miðvikudaginn 18. nóvember er eftirfarandi: Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri setur kynninguna Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp Árni B. Stefánsson hellakönnuður og upphafsmaður verkefnisins flytur ávarp Einar K. Stefánsson verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf og umsjónarmaður verkefnisins flytur kynningarerindi. Veitingar.

Helstu styrktaraðilar verkefnisins eru Alþingi, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Orkuveita Reykjavíkur, umhverisráðuneytið, samgönguráðuneytið og Burðarás. Allir eru velkomnir!

Í kjölfarið á kynningunni í Salnum verður opnuð sýning í anddyri Náttúrufræðistofunnar þar sem hægt verður að kynna sér verkefnið í máli og myndum. Náttúrufræðistofan hefur komið að þessu málefni í þrígang áður. Fyrst árið 2004 þegar hugmynd Árna B. Stefánssonar var kynnt með sýningu í anddyri Náttúrufræðistofunnar. Næst árið 2008 þegar Einar K. Stefánsson hélt fræðsluerindi í Kórnum og efnt var til gönguferðar á Þríhnúkagíg. Þriðja skiptið var í vor sem leið þegar gengið var á Þríhnúkagíg og næsta umhverfi. Nánari upplýsingar um hugmyndir að nýtingu Þríhnúkagígs er að finna á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar.