Þríhnúkagígur - húsfyllir!

20. nóvember 2009

Húsfyllir var í Salnum s.l. Miðvikudag á kynningu um mögulega nýtingu Þríhnúkagígs í þágu ferðamennsku og fræðslu um náttúru Íslands. Ríflega 200 manns mættu til leiks og hlýddu á bræðurna Árna og Einar Stefánssyni kynna verkefnið.

mynd198.jpg

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tóku þátt í kynningunni auk bæjarstjórans í Kópavogi, Gunnsteins Sigurðssonar. Sýning á hugmyndum Þríhnúka ehf. Og VSÓ Ráðgjafar um nýtingu Þríhnúkagígs stendur yfir á Náttúrufræðistofunni fram til 18. desember n.k. Að kynningunni um Þríhnúkagíg stóðu bæjarstjórn Kópavogs, VSÓ Ráðgjöf og Náttúrufræðistofa Kópavogs. Á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar er hægt að nálgast skýrslu með niðurstöðum verkefnisins.

mynd199.jpg