Safnanótt 11. febrúar 2011

28. janúar 2011

Þann 11. febrúar næstkomandi munu söfn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hinni árlegu Safnanótt.

20110208121819821651.jpg

Þema safnanætur að þessu sinni er íslendingurinn og verður gaman að sjá hvernig hinir fjölmörgu og ólíku þátttkandendur nálgast það viðfangsefni. Íslendingar Náttúrufræðistofu Kópavogs eru íslenskar grunnvatnsmarflær, einlendar tegundir krabbadýra sem bundnar eru við vatnsmikil grunnvatnskerfi á hinu eldvirka belti landsins. Um er að ræða tvær tegundir sem þróast hafa hér á landi og finnast hvergi annars staðar. 

Fjallað verður um þessar leyndadómsfullu skepnur í máli og myndum og er vonast til að lifandi eintök verði á staðnum. Jafnframt verður fjallað um staðbundna íslenska stofna og sjónum beint sérstaklega að ref og rjúpu, en einnig verður gerð grein fyrir afbrigðamyndun hjá bleikju þar sem sjá má forstig tegundamyndunar.