Jólakötturinn 2012

19. nóvember 2012

Þessi jól sem endranær er krökkum á leikskólaaldri boðið á jólaævintýri í Safnahúsinu, Hamraborg 6a, dagana 3.-7. desember og 10.-14. desember 2012. Boðið er upp á tvo ævintýratíma, kl. 10:00 og 11:00. Heimsóknin varir í um 45 mínútur. Vinsamlega pantið tíma í síma 570 0450.

jolakottur.gif

Starfsfólk Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs leiðir krakkana í allan sannleik um Jólaköttinn og fleiri kattardýr. Ævintýrið er í máli og myndum. Fræðst er um náttúru Jólakattarins, slóð Jólakattarins er rakin og heilsað upp á köttinn og lesin skemmtileg jólasaga Boðið er upp á tvo ævintýratíma, kl. 10:00 og 11:00. Heimsóknin varir í um 45 mínútur. Vinsamlega pantið tíma í síma 570 0450. Með jólakveðjum Starfsfólk Bókasafns og Náttúrufræðistofu.