Hjóladagur fjölskyldunnar

19. maí 2017

Hjóladagur fjölskyldunnar er árviss viðburður hjá Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við Umhverfissvið Kópavogsbæjar.

20120521163620332180.jpg

Dagskrá:

13:00 – 14:00 Hjólatúr þar sem fræðst verður um mannlíf og náttúru á Kársnesinu. Hjálmaskylda er í ferðinni sem hefst við Náttúrufræðistofu

13:00 – 17:00 Dr. Bæk býður ókeypis ástandsskoðun á hjólinu þínu

13:00 – 17:00 Hjólafærni á Íslandi kynnir brot af óvenjulegum hjólum sem gaman er að skoða og prófa svo sem Cargo-hjól, Boxter, Tandem-rafmagnshjól ofl

​13:00 – 17:00 Þrautabraut á bílastæði við útivistarsvæðið. Krakkar á öllum aldri geta æft hjólafærni í öruggu umhverfi. Tímataka og þátttökusleikjó í boði!

13:00 – 15:00 Hjólað óháð aldri, kynning á hjólum og tekið við skráningum áhugasamra hjólara

13:00 – 17:00 Garðskálinn grillar góðgæti á hagstæðu verði