Hvað er að frétta af eldstöðvunum?

19. janúar 2018

Miðvikudaginn 24. janúar mun Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands kynna náttúruváreftirlit Veðurstofunnar, einkum er varðar jarðskjálfta og eldfjöll.

Hver er staða virkra eldstöðva þennan dag (24. jan) og hvað getur almenningur gert til að fylgjast með atburðum sem verða í iðrum jarðar? Á undirsíðum og tenglum Veðurstofunnar má nálgast fróðleik af margvíslegum toga um virkni eldstöðvanna og á eldvirka belti Íslands.