Ný heimasíða í vinnslu

23. febrúar 2018

Nú er unnið að nýrri heimasíðu fyrir Náttúrufræðistofu kópavogs. 

Núverandi síða er frá árinu 2010 og hefur staðist tímans tönn býsna vel, en nú er þó svo komið að hún þarfnast endurnýjunar. Það stafar fyrst og fremsta af þeirri staðreynd að í dag þurfa vefsíður að vera skalanlegar svo að vandalaust sé að skoða þær í snjalltækjum. Stefnt er að því að allt efni gömlu síðunnar verði aðgengilegt á þeirri nýju, en viðbúið er að nokkurn tíma muni taka að koma öllu fyrir.