Selir

Hér er getið þeirra selategunda sem lifa hér við land, en einnig flökkutegunda sem hingað koma. Við Ísland hafa fundist 7 tegundir hreifadýra, þ.e. sela og rostunga:

Landselur (Phoca vitulina)
Útselur (Halichoerus grypus)
Hringanóri (Phoca hispida)
Vöðuselur (Phoca groenlandicus)
Kampselur (Erignathus barbatus)
Blöðruselur (Crystophora cristata)
Rostungur (Odobenus rosmarus)

Einungis landselur og útselur kæpa við Ísland í dag. Hinar tegundirnar fimm flækjast til landsins norðan úr höfum. Auk sela og rostunga tilheyra sæljón hreifadýrum.

Útselur (Halichoerus grypus)
Brimill, fullvaxinn um 2.5 m og 250 kg. Getur orðið stærri og náð allt að 40 ára aldri. Lifir mest á ýmsum fisktegundum og krabbadýrum.

Útselskópar þroskast í móðurlífi í nær 9 mánuði. Eftir kæpingu nærist kópurinn á móðurmjólk úr spena urtunnar. Um mánuði eftir kæpingu hættir kópurinn á spena og verður að bjarga sér sjálfur eftir það.