Nagdýr

Hagamús (Apodemus sylvaticus) Músaætt (Muridae)
Hagamýs bárust líklega til Íslands med landnámsmönnum. Þær lifa í gróðurlendi um allt land og búa í holum og göngum sem þær grafa í jarðveginn, en einnig nýta þær sér glufur og holrymi milli steina. 

Músargöng eru oft kvíslótt og enda í hreiðurholu eða forðabúri. Hagamýs klæða músarhreiðrið gjarnan að innan með sinu og visnuðu laufi. Þær leggjast ekki í vetrardvala og áður en vetur gengur í garð safna þær matarbirgðum sem þær geyma í forðabúrinu. Hagamýs lifa einkum á fræjum grasa og blóma og berjum. 

Sortulyngsber, einnig kölluð lúsamulningur, eru mikið étin af hagamúsum og þeim safna mýsnar fyrir veturinn í forðabúrin.
Hagamýs lifa oft í nábýli við menn og oftast halda þær til í útihúsum. Stundum komast þær inn í mannabústaði. Þær eru duglegar ad klifra, geta vel synt og stökkva býsna langt, allt að einum metra. Hagamýs lifa sjaldan lengur en einn vetur.