Spendýr

20141013095206571529.jpgÁ safninu eru til sýnis fulltrúar þriggja íslenskra landspendýrategunda, þ.e. refa minka og hagamúsa. Alls finnast sex tegundir spendýra villtar á Íslandi, en það eru auk framataldra tegunda, hreindýr, húsamýs og brúnrottur. Einungis refurinn er upprunalegur, aðrar hafa flust hingað með manninum.

Uppstoppaður útselsbrimill og beinagrind úr háhyrningi eru fulltrúar íslenskra sjávarspendýra, en auk þess á stofan nokkuð af hvalabeinum sem alla jafna eru ekki til sýnis. Talsvert sýningarefni er að auki um hvali og lifnaðarhætti þeirra.

Hér að neðan er fjallað sérstaklega um hvern hóp þeirra spendýra sem finnast villt á Íslandi og umhverfis það.

Nagdýr

Rándýr

Selir

Hvalir

Helstu heimildir:
Villt Íslensk spendýr. Ritstj: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson. Útg. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd 1993.
Íslenskir hvalir fyrr og nú. Höf: Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal og Jón Baldur Hlíðberg. Útg. Forlagið 1997.

Hvalasafnið á HúsavíkMelrakkasetur ÍslandsVísindavefurinn