Náttúran heim í stofu

NÁTTÚRAN HEIM Í STOFU!

Blaðinu hefur bókstaflega verið snúið við á sérsýningunni Náttúran heim í stofu! Sýningin var sett var upp í gluggum anddyris Náttúrufræðistofunnar í tilefni Safnanætur og í stað þess að vísa inn í gestalaust rýmið, snýr sýningin nú út að göngustígnum meðfram safnahúsinu.

Á sýningunni er þess freistað að ná ófullkominni yfirsýn yfir innlendar og erlendar fræðslu- og náttúrulífskvikmyndir, -seríur og -þætti sem prýtt hafa sjónvarpsskjái landsmanna síðustu áratugi. 

Tilvalið í heilsubótargöngunni eða hjólatúrnum að líta inn um gluggana og fá góðar hugmyndir að fróðlegum náttúrulífskvikmyndum og -þáttum til að horfa á meðan á samkomubanni stendur. Manst þú eftir fleirum?

safnanott20_natturan_heim_i_stofu.jpg


FÁLKAR OG RJÚPUR

Undanfarið hefur sýningarrými Náttúrufræðistofu Kópavogs tekið miklum breytingum. Auk síbreytilegra sérsýninga í anddyri hefur sýningarsal verið umbylt og dýrum endurraðað. Þessa dagana mæta  fálkar og rjúpur gestum í anddyri og dularfull áletrun á vegg ásamt gluggum sem ekki sést í gegn um, dregur gesti að sýningarsalnum.

Fuglarnir í anddyrinu eru tímabundin uppstilling sem mun standa fram á vorið.

anddyri2.jpg