Tvívængjur

Tvívængjur (Diptera) er einn af meginættbálkum skordýra og samanstendur af 130 ættum sem i eru um 120 þús. tegundir. Hér á landi lifa um 300 tegundir þeirra. Þessi skordýr greina sig frá öðrum að því leiti að þau hafa aðeins eitt vængjapar. Til þessa hóps teljast margar af þeim flugum sem eru áberandi hér á landi s.s. mýflugur, fiskiflugur og húsflugur.