Gosbelti og virk eldstöðvakerfi

Berglagastaflar Íslands hafa að mestu leyti orðið til á eldvirkum svæðum í gliðnunarbeltum og hliðarbeltum landsins. 

Eldvirkni og brotahreyfingar tengjast afmörkuðum eldstöðvakerfum. Sérhvert eldstöðvakerfi er samsett af eldstöðvum, oftast með einni megineldstöð, og sprungusveimum. 

Dæmi um eldstöðvakerfi er Hengilskerfið. Þar er Hengil megineldstöð ásamt fjölmörgum eldgígum og sprunguþyrpingum, sem samtals eru meira en 100 km að lengd. 

Landsvæði með nokkrum eldstöðvakerfum kallast gosbelti. 
Dæmi um gosbelti er Suðvesturlandsgosbeltið með fjórum eldstöðvakerfum:
Hengilskerfi (Hengill-Selvogur)
Brennisteinsfjallakerfi (Brennisteinsfjöll-Bláfjöll)
Trölladyngjukerfi (Trölladyngja-Krísuvík)
Reykjaneskerfi (Reykjanes-Grindavík-Vogar)