Djúpberg storknar sem misstórir berghleifar eða eitlar í kvikuhólfum á um eða yfir 1 km dýpi í jarðskorpunni. Við landris og veðrun löngu síðar koma djúpbergslögin í ljós.
Granófýr
Granófýr er smá- eða grófkornótt djúberg, oftast ljósgráleitt. Það er skylt graníti en er smákornóttara. Fundarstaður: Hornafjörður.
Gabbró
Gabbró er stórkornótt djúpberg, oftast dökkleitt eða grænleitt.
Fundarstaður: Hornafjörður.
Díórít
Díórít er stórkornótt djúpberg. Fundarstaður: Lýsuskarð. Snæfellsnes.