Brúsar

Stórir vatnafuglar, með stutta vængi og djúpsyndir. Fara afar sjaldan á land nema til að verpa. Eru fiski- og skordýraætur. 
Af brúsum eru til 5 tegundir í heiminum og verpa 2 tegundir á Íslandi.

Himbrimi (Gavia immer) Brúsaætt (Gaviidae)
Himbrimi verpir hvergi ad staðaldri í Evrópu nema á Íslandi. Himbrimar halda sig yfir sumarið mest á stórum og djúpum stöðuvötnum og aðalfæðan eru silungar og hornsíli. Himbrimar eru ekki félagslyndir og er aðeins eitt par á flestum vötnum. Á sjó éta þeir ufsa, þorsk, marhnút, trjónukrabba og fleiri dýr. Alfriðaður.
Sumar, Fjöldi: Um 300 pör. Vetur, Fjöldi: 100–1.000 fuglar.

Lómur (Gavia stellata) Brúsaætt (Gaviidae)
Lómar eru miklar fiskiætur og safnast stundum tugum saman þar sem mikið er um æti. Kjörfæða í stöðuvötnum eru hornsíli og silungur en á sjó lifa þeir einkum á sandsíli. Alfriðaður.
Sumar, Fjöldi: 1.000–2.000 pör. Vetur, Fjöldi: 100–1.000 fuglar.