Sjaldséðir flækingsfiskar

Blákarpi (Polyprion americanus)
Þessi fiskur er mikill flækingur. Hann hrygnir í Miðjarðarhafi en flækist um mest allt Atlanshaf og finnst frá yfirborði niður á 1000 m dýpi. Þessi fiskur líkist helst karfa, ef ekki væri liturinn sem er grá-brúnleitur með hvítann jaðar á sporðblöðku.

mynd21.jpgGöltur (Neocyttus helgae)
Sérkennilega vaxinn fiskur sem finnst á um 800 - 1200 metra dýpi. Afar hávaxinn og þunnur með gróft hreistur og með áberandi gadda fremst í bak- og kviðuggum. Hefur fundist á grálúðuslóð hér við land. 

Hveljusogfiskur (Careproctus reinhardti)
Þessi fiskur er líka kallaður "barbapabbi" vegan litarins og útlitsins. Hveljusogfiskur er bleikur að lit, umlukinn glærri, hlaupkenndri hvelju og afar viðkvæmur. Á þessari síðu eru ýmsar upplýsingar um þennan sérkennilega fisk.

Rauðserkur (Beryx decadactylus) Serkjaætt (Berycidae) 
Rauðserkur er mjög sjaldgæfur flækingur við Ísland. Aðalheimkynni hans eru í vestanverðu Miðjarðarhafi og Norðaustur-Atlantshafi. Rauðserkir eru af ættbálki serkja (Berycomorphi) og skyldir búrfiskum (Trachichthyidae), ennisfiskum (Caristiidae), silfrum (Diretmidae) og fleiri fiskiættum.
Þekking á líffræði rauðserkja er almennt lítil. Hér við land hafa þeir veiðst nokkrum sinnum á 200–600 m dýpi á miðunum út af Suðausturlandi og vestur um land, allt að Halamiðum norðvestur af Vestfjörðum.

Svarthveðnir (Centrolopus niger)
Svartur að lit með áberandi stóran sporð og lítinn kjaft. Þessi fiskur hefur fundist í flestum heimshöfum. Lítið er vitað um lífssögu þessa fisks nema það að hann lifir á smágerðri og mjúkri fæðu (smáfiskum, svifi og marglittum). Á þessum vef má finna töluverðar upplýsingar um þennan fisk.

Sæsteinsuga (Petromyzon marinus) Haustið 2003 veiddu skipsverjar á Páli Jónssyni GK-7 undarlega skepnu á Vestfjarðamiðum. Um var að ræða sæsteinsugu, sem fest hafði sig á belg. Meira um þessa skrítnu skepnu.