Síldfiskar

Síldfiskar (Isospondyli) kallast ættbálkur fiska  sem eru útbreyddir um öll heimsins höf og meðal þeirra eru ýmsir mikilvægir nytjafiskar manna. Þetta eru frumstæðir fiskar, eyruggar oft neðarlega, kviðuggar aftarlega og einn bakuggi auk veiðiugga sem er geislalaus og finnst á sumum tegundanna. Til þessa hóps teljast til dæmis loðna, síld og lax. 

Lax (Salmo salar) Laxaætt (Salmonidae)
Lax klekst í ferskvatni og heldur sig í ám þar til hann verður 2-5 ára. Þá gengur hann til sjávar og dvelur þar 1-3 ár. Í sjónum vex laxinn hratt og verður kynþroska. 
Hrygning fer fram í september–desember. Laxar hrygna í sömu á og þeir fæddust í. Ratvísi laxa er viðbrugðið og þeir hafa afar næmt þefskyn í nösunum, sem þeir styðjast við til að rata í heimaána sína.

Vegna eðli laxa að hrygna í heimaá sinni hafa sérstakir laxastofnar þróast í mörgum ám. Laxastofn í tiltekinni á er sérlega aðlagaður umhverfinu í þeirri á. Ár á Íslandi eru ólíkar að efnasamsetningu, hitastigi, vatnsrennsli og fæðuframleiðslu. Þessir þættir hafa ýmis áhrif á laxinn, til dæmis hve gamall hann er þegar hann gengur til sjávar og hvenær hann verður kynþroska.

Í sumum ám á Íslandi stafar villtum laxi hætta af eldislöxum sem sloppið hafa úr eldisstöðvum. Í sumum tilfellum er erfðaefni eldislaxa öðruvísi en villtra laxa og ef laxarnir blandast getur það rýrt erfðafjölbreytni villtra laxastofna. Eldislaxar sem sloppið hafa úr haldi geta einnig lent í samkeppni við villta laxa um fæðu og hrygningarsvæði í ánum.