Hornsíli

Litlir fiskar, oftast 4–8 cm langir. Fremri bakuggi og kviðuggar ummyndaðir í gadda. Oft með brynplötur á hliðum. Lifa bæði í sjó og fersku vatni.

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) Hornsílaætt (Gasterosteidae)
Hornsíli lifa í tjörnum og vötnum um allt land, en einnig í strandsjó. Þegar líður að hrygningu verður hængurinn rauðleitur á kverk og kvið. Hann byggir n.k. hreiður sem hrygnurnar hrygna í. Síðan gætir hann bús og barna, þar til seiðin yfirgefa hreiðrið. Útlit hornsíla getur verið mjög mismunandi. Fer það eftir aldri þeirra og aðlögunum að búsvæðum. Fæða hornsíla eru ýmiskonar smádýr, s.s. krabbadýr, skordýralirfur o.fl. Sjálf eru þau mikið étin af fuglum og fiskum