Natura Ísland, kúluskítur og kransþörungar

Verkefnið Natura Ísland hefur verið fyrirferðarmikið í starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs þetta árið, eins og það síðasta. Tilgangur verkefnisins er að kanna gróðurfar í vötnum og ám um allt land, en takmarkaðar upplýsingar eru til um gróður í vötnum á landsvísu.
20130820143524907970.jpg
Meginþungi rannsóknanna að þessu sinni var á Norðurlandi, en einnig var farið í vötn á Austurlandi og ár á Vestur- og Suðurlandi. Verkefnið í heild hefur þegar skilað athyglisverðum niðurstöðum um útbreiðslu og tegundasamsetningu íslenskra vatnaplantna, og einnig hafa fundist nýjar tegundir fyrir landið.
Kúluskítur hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið, enda virðist stofninn í Mývatni vera hruninn. Því vakti það sérstaka ánægju þegar starfsfólk Náttúrufræðistofunnar fann kúluskít í Vatnshlíðarvatni í Vatnsskarði. Kúlurnar sem fundust voru í smærri kantinum miðað við kúlurnar í Mývatni, en þær stærstu voru á stærð við hænuegg. Ekki varð vart við kúluskít í fleiri vötnum af þeim sem rannsökuð voru í sumar, en ljóst er að hann leynist víðar en áður var talið.
Kransþörungar eru mjög áberandi í íslenskum vötnum öfugt við kúluskít, en kransþörungar er hópur grænþörunga sem svipar til fíngerðra plantna. Sumar tegundir þessara þörunga geta orðið allstórvaxnar eða yfir metri á lengd og mynda oft miklar gróðurbreiður í djúpum og tærum vötnum, meðan aðrar eru smávaxnar og finnast frekar á grynnra vatni. Einnig virðist vera aðgreining milli tegunda eftir hæð yfir sjó, en komið hefur í ljós að ein tegund kransþörunga virðist vera bundin við hálendisvötn. Um er að ræða tegund sem ekki hafði fundist hér á landi áður en þetta verkefni hófst og hefur enn sem komið er ekki hlotið íslenskt heiti.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
apr

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner