Menning í kópavogi

MEKÓ

Hvað er MEKÓ?

MEKÓ stendur fyrir Menningu í Kópavogi og endurspeglar menningarstefnu Kópavogsbæjar.

Kópavogsbær leggur áherslu á að menningarstarf sé aðgengilegt öllum bæjarbúum.

Kópavogsbær stendur vörð um sérstöðu og faglegt starf menningarhúsa bæjarfélagsins.

Kópavogsbær leggur áherslu á víðtækt samstarf við bæjarbúa, svið
og deildirbæjarins og lista-, fræði-og vísindamenn úr ólíkum áttum.

MENNINGARSTYRKIR

Menningarstyrkir

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári.

LISTA- OG MENNINGARRÁÐ

Lista- og menningarráð

Lista- og menningarráð er kosið af bæjarstjórn í upphafi kjörtímabils og veitir ráðgjöf í menningarmálum. Ráðið sér jafnframt um útnefningau bæjarlistamanns og veitir styrki samkvæmt þeim reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. 

Lista- og menningarfræðsla MEKÓ

MEKÓ býður upp á fjölbreytta og metnaðarfulla lista- og menningarfræðslu fyrir ungmenni Kópavogsbæjar.

Árlega er árgöngum í grunnskólum Kópavogs boðið í menningarhúsin þar sem búið er að sérsníða dagskrá fyrir þeirra aldurshóp.

STARFSFÓLK MENNINGARMÁLA

Í menningarmálaflokknum

… starfar öflugur og hæfileikaríkur hópur starfsmanna, sem telur á bilinu 55-60 manns í rúmlega 33 stöðugildum. Mikilvægt er að hlúa vel að mannauði menningarmálaflokksins og búa þeim jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi sem gerir þeim kleift að njóta sín í starfi og styrkja sig í sessi með reglubundinni símenntun og fræðslu. Áhersla hefur verið lögð á að efla stjórnendur í hlutverkum sínum og byggja undir menningu sem einkennist af jákvæðum samskiptum, valdeflingu, viðurkenningu og vellíðan.

Umsóknarfrestur 16. apríl

Árlega auglýsir lista- og menningarráð eftir umsóknum um bæjarlistamann eða tekur við ábendingum um hann. Tilgangur með útnefningunum er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum árin. Það er meðal annars hlutverk bæjarlistamanns að deila listsköpun sinni með bæjarbúum það ár sem hann er valinn.

Ævistarf listamanna heiðrað

Á tveggja til fjögurra ára fresti velur Lista- og menningarráð heiðurslistamann Kópavogs sem heiðraður er fyrir ævistarf sitt.

Heiðurslistamaður hefur verið valinn úr mikilli flóru listamanna frá Kópavogi síðan 1988.

Veittur árlega á afmælisdegi Jóns úr Vör

Árið 2001 var stofnað til ljóðasamkeppni á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs og Ritlistarhóps Kópavogs, sem hlaut nafnið Ljóðstafur Jóns úr Vör, í minningu skáldsins.

Efla áhuga barna og unglinga á ljóðagerð

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs er haldin í tengslum við Ljóðstaf Jóns úr Vör, árlega ljóðasamkeppni Lista- og menningarráðs Kópavogs. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð. Öll grunnskólabörn í Kópavogi geta tekið þátt.

Consent Management Platform by Real Cookie Banner