Sumarnámskeið

sumarnámskeið_1.JPG

Náttúrufræðistofan hefur um langt árabil boðið upp á sumarnámskeið í júní fyrir 10-12 ára krakka. Námskeiðið gengur út á að kynna krökkunum vísindaleg vinnubrögð með því að fara út í náttúruna og afla þar efniviðar sem svo er unnið úr á rannsóknastofu.

Verkefnin eru margvísleg en miða að því að nemendur læri að þekkja helstu dýr og plöntur sem vænta má að finnist í nærumhverfinu. Farið er út alla daga hvernig sem viðrar og reynt að komast í sem fjölbreyttast umhverfi.

Leiðbeinendur eru starfsmenn Náttúrufræðistofunnar og meðan á námskeiðinu stendur er rannsóknaraðstaða stofunnar tekin undir þau verkefni sem námskeiðinu tengjast.

Námskeiðin eru smá í sniðum en hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Skráning fer fram á vef Kópavogsbæjar.