Móttaka skólahópa

Stærstur hluti safngesta Náttúrufræðistofunnar er skólafólk af öllum skólastigum og þótt kópavogsbúar séu þar í meirihluta sækja hingað skólahópar af öllu höfuðborgarsvæðinu auk hópa utan af landi. Einnig hefur verið nokkuð um að erlendir skólahópar hafa komið í heimsókn. 

Leiðsögn er alla jafna í boði fyrir skólahópa sé þess óskað og er oftast hægt að sníða hana að óskum hópsins s.s. ef um er að ræða sérstaka áherslu á ákveð umhverfi eða dýrahóp.

Ef ætlunin er að koma með skólahóp í heimsókn borgar sig að hafa samband með dálitlum fyrirvara, sérstaklega ef óskað er eftir leiðsögn. 

leiðsögn2.jpg