Eldri fundir og ráðstefnur

Hér er að finna yfirlit yfir eldri fundi og ráðstefnur sem starfsfólk Náttúrufræðistofunnar hefur sótt. Listinn er ekki tæmandi.

2016

Finnur Ingimarsson. Undur Íslands. Hvernig hefur vitneskja um dýralíf landsins breyst í tímans rás? Erindi á Safnanótt, 5. febrúar 2016.

2015

Finnur Ingimarsson. Elliðavatn. Erindi hjá Rótaryklúbbi Kópavogs, 7. október 2015.

Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir 2015. Environmental monitoring on lakes in Reykjavík area: Cheap, quick and dirty! Erindi á ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands 23.–24. mars 2015.

Haraldur R. Ingvason. Hvernig metum við hið ómetanlega? Auðlindir og nýting þeirra. Ráðstefna á vegum Guðbrandsstofnunnar í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun. Hólum í Hjaltadal 16. –17. apríl 2015.

Finnur Ingimarsson 2015. Náttúrufræði á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Notkun á náttúrugripasafni til kennslu. Erindi á málþingi um náttúrufræðimenntun 17.–18. apríl 2015. Menntavísindasvið HÍ, Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun, Samtök líffræðikennara og Félag leikskólakennara.

Haraldur R. Ingvason og Finnur Ingimarsson 2015. Fiskar á fjöllum. Smábleikjur á Ófeigsfjarðarheiði. Erindi á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands 5.–7. nóvember 2015.

2014

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingason og Stefán Már Stefánsson. Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns, 2007–2013. Erindi á námskeiði Landsvirkjunar fyrir starfsmenn Sogsstöðva. Mars 2014.

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingason og Stefán Már Stefánsson. Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. Frumniðurstöður vöktunar 2007–2012. Erindi á Vísindadegi Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar. Mars 2014.

Finnur Ingimarsson. Kynning (erindi) á starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs á ráðstefnu og „matchmaking event“ í Sofíu í Búlgaríu dagana 25.–26. júní 2014 vegna hugsanlegra rannsóknarverkefna sem styrkt yrðu af EFTA-löndum innan EES.

Haraldur R. Ingvason. Kúluskítur - upp á líf og dauða. Erindi hjá Rotaryklúbbi Kópavogs, 7 október 2014.

2013

Guðjón Atli Auðunsson, Jón Ólafsson, Guðni Guðbergsson og Hilmar J. Malmquist 2013. Kvikasilfur í urriða í 12 stöðuvötnum á Íslandi. Fyrirlestur (GAA) og ágrip á ráðstefnunni Umhverfismengun á Íslandi á vegum Umhverfisstofnunar. Reykjavík, 22.3.2013.

Hilmar J. Malmquist 2013. Þingvallavatn: Einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi á málstefnu um Þingvelli á vegum Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands. Reykjavík, 3.4.2013.

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir 2013. Bessadýr í Blávatni. Fræðsluerindi á Safnanótt um nýjasta stöðuvatn landsins efst á Okinu. Kópavogi, 8.2.2013.

Stefán Már Stefánsson, Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Þóra Hrafnsdóttir 2013. Vöktun umhverfisþátta í nokkrum vötnum suðvestanlands. Erindi á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands. Reykjavík, 8.11.2013.

Þóra Hrafnsdóttir 2013. Natura Ísland. Vistgerðir í ferskvatni. Erindi á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands í erindaröð um vistgerðaflokkun landsins. Reykjavík, 12.4.2014.

Þóra Hrafnsdóttir, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason, Hilmar J. Malmquist, Stefán Már Stefánsson og Marianne Jensdóttir 2013. Vatnavistfræði og Natura Ísland: Stoppað í þekkingargöt. Erindi á málþingi Vistfræðifélags Íslands um íslenskar vistfræðirannsóknir og framtíðarsýn. Reykjavík, 18.10.2013.

2012

Hilmar J. Malmquist, 2012. Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi undir álagi. Fræðsluerindi á opnum fundi á vegum Landverndar. Norræna húsið, 24.1.2012.

Hilmar J. Malmquist, 2012. Kolsvartar kjaftagelgjur. Fræðsluerindi með léttu ívafi um lúsífer og fleiri djúpsjávarfiska og ljósfæri þeirra á safnanótt 2012. Kórinn, Náttúrufræðistofu Kópavogs, 11.2.2012.

Haraldur Rafn Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist, 2012. Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. Erindi á Hrafnaþingi, fyrirlestraröð Náttúrufræðistofnunar Íslands, Urriðaholtstræti 4–6, Garðabæ, 15.2.2012.

Hilmar J. Malmquist, 2012. Söfnun náttúruminja: rannsóknir, skráning, varðveisla og miðlun. Fyrirlestrar á námskeiðinu Faglegt starf safna í Safnafræðum, Félags- og  annvísindadeild H.Í.

Hilmar J. Malmquist, 2012. Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi undir álagi. Fræðsluerindi á hádegisverðarfundi starfsmanna umhverfisráðuneytisins, 1.3.2012.

H.J. Malmquist, 2012. Biological diversity and conservation of nature in Iceland. Erindi flutt á alþjóðlegri ráðstefnu; Conservation biology: towards sustainable management of natural resources. Háskólinn á Akureyri og Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri, 1.6.2012.

Þóra Hrafnsdóttir, 2012. Skordýr. Fyrirlestur á námskeiði um viðbrögð við meindýrum og myglu á söfnum sem Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn stóðu fyrir. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins, 2.11.2012.

Hilmar J. Malmquist, 2012. Vöktun Þingvallavatns. Yfirlitsskýrslu 2007–2011 fylgt úr hlaði. Erindi flutt á fundi Þingvallanefndar. Alþingi, 3.12.2012.

2011

Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist. Fuglalíf í Fossvogi Búsvæðaval og áhrif landfyllinga. Líffræðirannsóknir á Íslandi 2011 – ráðstefna Líffræðifélags Íslands – Reykjavík 11.–12.11.2011

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Stefán Már Stefánsson og Þóra Hrafnsdóttir. Blávatn – nýjasta vatn landsins. Líffræðirannsóknir á Íslandi 2011 – ráðstefna Líffræðifélags Íslands – Reykjavík 11.–12.11.2011

2010

Hilmar J. Malmquist. The 14th International Workshop on Physical Processes in Natural Waters (PPNW). University of Iceland, June 28 - July 1, 2010.

Haraldur R. Ingvason. Fyrsta rannsóknarþing VoN (Engineering and Natural Sciences Recearch Symposium 2010) haldið í Háskóla Íslands, 8.-9. nóvember 2010.

2009

Hilmar J. Malmquist. 2009. Náttúruverndaráætlun 2009–2013: kostir, gallar og efndir. Erindi (ppt) haldið á vegum Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Þjóðminjasafn Íslands. 4. febrúar 2009.

Hilmar J. Malmquist. 2009. Staða hvala í sjávarlífríkinu við Ísland og líffræðilegar bábiljur um nauðsyn hvalveiða. Málstofa: Hvalir við Ísland: vistfræði og veiðar. Framsöguerindi (ppt) á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Askja, Háskóli Íslands, 24. febrúar 2009.

Hilmar J. Malmquist. 2009. Hvalir og sitthvað fleira af sjávarkyni í Kópavogi. Fræðsluerindi (ppt) í Náttúrufræðistofu Kópavogs á Kópavogsdögum, fimmtudaginn 14. maí 2009.

Þóra Katrín Hrafnsdóttir. Hvað er líkt með mýi? Kynning (ppt) á rykmýsrannsóknum og doktorsverkefni við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Náttúrustofuþing, samkomuhúsinu Sandgerði, 8. október 2009.

Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán M. Stefánsson og Hilmar J. Malmquist. 2009. Vöktun eðlisþátta í vötnum á höfuðborgarsvæðinu. Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands 6.–7. nóvember 2009. Ráðstefnurit, útdrættir. E5, bls. 10.

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur Rafn Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2009. Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands 6.–7. nóvember 2009. Ráðstefnurit, útdrættir. E6, bls. 11.

Rakel Júlía Sigursteinsdóttir, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hilmar J. Malmquist og Sigurður S. Snorrason. 2009. Hornsíli; ekki bara lítill fiskur með þrjá gadda - Tengsl umhverfis við fjölbreytileika hornsíla í íslenskum vötnum. Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands 6.–7. nóvember 2009. Ráðstefnurit, útdrættir, E37. bls. 40.

Hilmar J. Malmquist, Þórólfur Antonsson, Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Friðþjófur Árnason. 2009. Hlýnun Elliðavatns og fækkun bleikju í vatninu. Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands 6.–7. nóvember 2009. Ráðstefnurit, útdrættir. E74, bls. 77

Haraldur R. Ingvason, Hilmar J. Malmquist, Stefán Már Stefánsson og Finnur Ingimarsson. Grunnrannsókn á lífríki Hafravatns Kynning (ppt) á helstu niðurstöðum rannsóknar Náttúrufræðistofunnar á Hafravatni á málstofu, Æ vill vatn til strandar, um vötn og vatnasvið í Mosfellsbæ. Bæjarstjórnarsalur Mosfellsbæjar, 4. maí 2009.

Jón S. Ólafsson, Haraldur R. Ingvason og Iris Hansen. Þörungar og smádýr í Lagarfljóti. Fræðaþing landbúnaðarins. Fræðaþing landbúnaðarins 2009: 155.

2008

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2008. Áhrif Mýraelda vorið 2006 á eðlis- og efnaþætti vatns sumarið 2007. Fræðaþing landbúnaðarins 2008: 422– 430.

Hilmar J. Malmquist. Hlýnun Elliðavatns og ástand laxfiska í vatninu. Fræðsluerindi haldið á aðalfundi Stangveiðifélags Selfoss, Selfossi. 22.02.2008.

Kópavogsdagar 6. maí.  
Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist. Áhrif vatnshita á lífríki í Elliðavatni

H. J. Malmquist, Þ. Antonsson, H.R. Ingvason, F. Ingimarsson & F. Árnason. Salmonid fish and warming of shallow Lake Elliðavatn in SW-Iceland. Fyrirlestur (Hilmar J.  almquist). Euro-limpacs vinnufundur, Evrópusambandsverkefni (Euro-limpacs final project meeting), Blanes, Katalóníu, Spáni. 13.–17.10.2008.

2007

Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvason og Stefán Már Stefánsson. 2007. Áhrif Mýraelda á eðlis- og efnaþætti vatns sumarið 2006. Fræðaþing landbúnaðarins 2007: 349–356.

Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist. 2007. Áhrif Mýraelda á smádýralíf í vötnum sumarið 2006. Fræðaþing landbúnaðarins 2007: 440–445.

Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson, Stefán Már Stefánsson og Hilmar J. Malmquist. 2007. Áhrif Mýraelda á vötn og vatnalífríki. Frumniðurstöður sumarið 2006. Fyrirlestur, Hilmar J. Malmquist. Fræðaþing landbúnaðarins, 15.–16. febrúar 2007, Hótel Sögu, Radisson hótel, Reykjavík.

Hilmar J. Malmquist, Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson. 2007. Áhrif Mýraelda á vötn og vatnalífríki. Frumniðurstöður sumarið 2006. Fyrirlestur, Hilmar J. Malmquist. Kynningarfundur, Mýraeldar 2006 - Atburðarás og áhrif á lífríki, félagsheimilinu Lyngbrekku, Borgarbyggð, 28. mars 2007.

Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur
Hilmar J. Malmquist og Gísli Már Gíslason. 2007. Lífríki stöðuvatna á höfuðborgarsvæðinu: Gróður og smádýr. Bls. 59–65. Málþingsrit (100 bls.), Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 30. mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík.

Hilmar J. Malmquist og Gísli Már Gíslason. 2007. Lífríki stöðuvatna á höfuðborgarsvæðinu: Gróður og smádýr. Fyrirlestur, Hilmar J. Malmquist. Málþing, Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 30. mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík.

Jón S. Ólafsson, Gísli Már Gíslason, Hilmar J. Malmquist, Sigurður Reynir Gíslason og Þórólfur Antonsson. 2007. Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – yfirlit. Bls. 7–12. Málþingsrit (100 bls.), Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 30. mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík.

Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson, Bjarni Jónsson og Hilmar J. Malmquist. 2007. Fiskur í stöðuvötnum á höfuðborgarsvæðinu. Bls. 71–76. Málþingsrit (100 bls.), Vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu – ástand og horfur. 30. mars 2007, Hótel Loftleiðum, Reykjavík.

Hrafnaþing
Hilmar J. Malmquist. Undan hraunum renna frjósöm vötn. Fyrirlestur. Fjallað um tengsl lífríkis við vatna- og jarðfræðilega þætti í íslenskum stöðuvötnum. Sjónum sérstaklega beint að lindavötnum. Hrafnaþing, fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Möguleikhúsinu, Reykjavík, 25. apríl 2007.

Alþjóðlegur vinnufundur um rykmýsrannsóknir 2007
Þóra Hrafnsdóttir, Peter Langdon og Hilmar J. Malmquist. Chironomid larvae in Icelandic lakes: Community structure and environment. Preliminary results. Fyrirlestur, Þóra Hrafnsdóttir. Alþjóðlegur vinnufundur um rykmýsrannsóknir (Chironomid Workshop in Iceland 2007: Taxonomy, Ecology and Palaeolimnology), 7. maí 2007, Veiðimálastofnun, Reykjavík.

Þóra Hrafnsdóttir, Peter Langdon og Hilmar J. Malmquist. Chironomid larvae in Icelandic lakes: Community structure and environment. Útdráttur í riti Alþjóðlegs vinnufundar um rykmýsrannsóknir (Chironomid Workshop in Iceland 2007: Taxonomy, Ecology and Palaeolimnology), 7. og 8. maí 2007, Veiðimálastofnun, Reykjavík.

Kynningarfundur á vegum Augnabliksferða
Hilmar J. Malmquist. Lífríki Langasjávar. Fyrirlestur. Kynningarfundur á vegum Augnabliksferða, 8. maí 2007. Lótus jógasetrið, Borgartúni 20, Reykjavík.

30. Alþjóðaþing samtaka vatnalíffræðinga 
Malmquist, H.J., Antonsson., Th., Ingvason, H.R., Ingimarsson, F. And Arnason, F. 2007. Salmonid fish and warming of shallow lake Ellidavatn in SW-Iceland. Fyrirlestur, Haraldur Rafn Ingvason. 30. Alþjóðaþing samtaka vatnalíffræðinga (30th SIL Congress), 12.–18. ágúst 2007, Montreal, Kanada.

Malmquist, H.J., Antonsson., Th., Ingvason, H.R., Ingimarsson, F. And Arnason, F. 2007. Salmonid fish and warming of shallow lake Ellidavatn in SW-Iceland. Útdráttur (# 1806) og handrit að grein (12 bls., tvær töflur og þrjár myndir). Verh. Internat. Verein. Limnol. 30. 

S.S. Snorrason, H.J. Malmquist, H.B. Ingólfsdóttir, Th. Ingimundardóttir, J.S. Ólafsson and H.R. Ingvason. 2007. Influence of elevated water temperature on community structure and life history traits of benthic invertebrates in Lake Thingvallavatn, Iceland. Fyrirlestur, Haraldur Rafn Ingvason. 30.Alþjóðaþing samtaka vatnalíffræðinga (30th SIL Congress), 12.–18. ágúst 2007, Montreal, Kanada.

S.S. Snorrason, H.J. Malmquist, H.B. Ingólfsdóttir, Th. Ingimundardóttir, J.S. Ólafsson and H.R. Ingvason. 2007. Influence of elevated water temperature on community structure and life history traits of benthic invertebrates in Lake Thingvallavatn, Iceland. Útdráttur (# 1813) og handrit að grein (8 bls.
og fimm myndir). Verh. Internat. Verein. Limnol. 30.

Afmælisráðstefna til heiðurs Agnari Ingólfssyni sjötugum
Skúli Skúlason, Sigurður S. Snorrason og Hilmar J. Malmquist. 2007. Bleikja í tíu þúsund ár! Fyrirlestur, Skúli Skúlasaon. Afmælisráðstefna til heiðurs Agnari Ingólfssyni sjötugum, 8. september 2007. Askja, Náttúrurfræðahús, Reykjavík.

Náttúrustofuþing, ársfundur Samtaka náttúrustofa
Hilmar J. Malmquist. Samstarf náttúrufræðistofnana. Fyrirlestur. Náttúrustofuþing, ársfundur Samtaka náttúrustofa. Náttúrugripasafnið í Bolungarvík, 21. nóvember 2007. Menningartengd ferðamennska. Samantekt atriða og hugmyndir um nýtingu náttúru og menningarminja í tengslum við ferðamennsku í Kópavogi. Unnið fyrir Lista- og mennningarráð. Hilmar J. Malmquist. Nóvember 2007. 7 bls.

2006

Framtíð Lagarfljóts
Ráðstefnan sem var haldin á Egilsstöðum þann 25. apríl fjallaði um Lagarfljót og framtíð þess. Hilmari Malmquist, forstöðumanni Náttúrufræðistofunnar var boðið að vera meðal ræðumanna. Rætt var um ýmsa þætti er varða framtíð Lagarfljóts nú þegar styttist í að frárennslisvatni Kárahnúkavirkjunnar verði veitt í það.

Hólar Fish-ACE
Dagana 17.-24. júlí var haldin á Hólum í Hjaltadal ráðstefna samtaka sem bera nafnið Fish-ACE. Um er að ræða fjölþjóðlega ráðstefnu sem haldin er 3. hvert ár og er þetta í fyrsta skipti sem hún er haldi hér á landi. Föstudagurinn 21. júlí var helgaður ferskvatni og hélt Hilmar Malmquist þar erindi um aðlaganir bleikju að misjöfnum lífsskilyrðum.

16th International Chironomid Symposium
Þóra Hrafnsdóttir var eini starfsmaður stofunnar sem sótti ráðstefnu út fyrir landsteinana að þessu sinni, þegar hún sótti 16. alþjóðlegu rykmýsráðstefnuna. Hún var að þessu sinni haldin 25.-28.júlí 2006 í Funchal, Madeira, Portúgal. Þóra gerði í erindi sínu grein fyrir hluta af niðurstöðum doktorsverkefnis sem hún vinnur að.

Heiti erindisins og höfunda: Chironomids in Icelandic lakes - community structure and environment.  Þóra Hrafnsdóttir, Peter G. Langdon & Hilmar J. Malmquist

5th International Charr Symposium
Dagana 2. - 5. ágúst var hin alþjóðlega bleikjuráðstefna haldin í 5. skipti. Ráðstefnan var haldin í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og er þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi. Starfsfólk Náttúrufræðistofunnar, sem var meðal skipuleggjenda ráðstefnunnar, tók virkan þátt og fluttu m.a. Tvö erindi. Hilmar Malmquist fjallaði um aðlögun bleikju að mismunandi lífsskilyrðum og Haraldur R. Ingvason greindi frá samantekt rannsókna er varða lífsskilyrði í Elliðavatni, með sérstaka áherslu á hnignun bleikju í vatninu. Um annað efni ráðstefnunnar má fræðast í ráðstefnuritinu hér að neðan (pdf skjal).

Heiti erinda og höfunda:
Live history traits of Arctic charr (Salvelinus alpinus (L.)) populations, -local and global aspects. Hilmar J. Malmquist

Environmental stress and Arctic charr (Salvelinus alpinus) in the shallow lake Elliðavatn, SW-Iceland. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Hilmar J. Malmquist

North Atlantic Climate and Ecosystems: A Current Threat?
Ráðstefna um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í Norður-Atlantshafi var haldin á Hótel Nordica í Reykjavík dagana 11.-12. september. Þar kynntu um 20 vísindamenn frá Íslandi og sex öðrum löndum rannsóknir sem varða möguleg áhrif loftslagsbreytinga á straumakerfi Norður-Atlantshafs og lífríki þess. Frekari uppýsingar má finna á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins, en ráðstefnan var haldin að frumkvæði þess.

2005

Ráðstefna Landverndar um fyrirhugaða Skaftárveitu með miðlun í Langasjó, var haldin í Norræna húsinu laugardaginn 22. janúar kl. 13.00-17.00. 

Ráðstefna Landverndar um fyrirhugaða Skaftárveitu með miðlun í Langasjó, var haldin í Norræna húsinu laugardaginn 22. janúar kl. 13.00-17.00.

Hér að neðan er kynningartexti af heimasíðu Landverndar:

"Að margra mati er Langisjór dýrmæt náttúruperla á hálendi Íslands sem býr yfir óvenjulegri landslagsfegurð. Skaftá, sem rann inn í Langasjó allt til ársins 1960, nærir lífmikil vötn, ár og votlendi Skaftárhrepps, en getur í hlaupum orðið skaðvaldur. Skaftá rennur um Skaftáreldahraun sem er stærsta hraun sem runnið hefur í einu gosi á sögulegum tíma á Jörðinni. Landsvirkjun hefur kynnt hugmyndir um að veita vatni úr Skaftá í Langasjó, breyta honum í uppistöðulón, og flytja vatn úr Skaftá yfir í Þjórsá. Þessi virkjunarhugmynd kallast Skaftárveita".

Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs hélt erindi á ráðstefnunni og er hægt að skoða það með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Lífríki Langasjávar: Sérkenni og verndargildi PDF skjal 2,2 MB

Norrænráðsefna um umhverfisstress (Environmental stress research)

Dagana, 14.-18. september, var haldin á Hólum í Hjaltadal, norræn líffræðiráðstefna um umhverfisstress (Environmental stress research). Þátttakendur voru 45 frá öllum Norðurlöndum auk vísindamanna frá Ástralíu, Frakklandi, Spáni og Kanada. Ráðstefnan er hluti af samstarfi Hólaskóla, Háskólans í Helsinki, Háskólans í Uppsölum, Háskólans í Árósum, Umhverfisstofnunar í Silkeborg og Tækniháskólans í Noregi.

Forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar sótti ráðstefnuna og hélt erindi um bleikjuna í Elliðavatni og mögulega álagsþætti í umhverfi hennar. Þeirri spurningu var m.a. varpað fram hvort þættir eins og hækkandi hiti, hátt sýrustig vatnsins og styrkur uppleysts áls, hefðu neikvæð áhrif á stofnstærð hennar, en undanfrin ár hefur bleikjustofn Elliðavatns farið stöðugt minnkandi.


Málþing um Reykjanesfólkvang

Stjórn Reykjanesfólkvangs hélt opið málþing í Norræna húsinu þann 20. september s.l. þar sem rædd var staða fólkvangsins og nýleg skýrlsa þar sem farið er yfir sögu hans, ástand og framtíðarsýn. Skýrlsan var unnin var á síðasta ári og er höfundur hennar Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og umhverfisfræðingur.

Málefni Reykjanesfólkvangs tengjast starfsemi Náttúrufræðistofu Kópavogs með beinum hætti í gegnum rannsóknir þær sem í gangi eru innan hans. Þar er fyrst og fremst um að ræða rannsóknir á lífríki Kleifarvatns, en þær munu verða áberandi þáttur í starfsemi okkar á næstunni. Þá hafa bæði Kleifarvatn og Djúpavatn verið rannsökuð í tengslum við Euro-limpacs verkfnið.

Vatn fyrir alla

Ráðstefnan VATN FYRIR ALLA, var haldi á GRAND HÓTEL laugardaginn 29. október. Hún var haldin á vegum BSRB, Þjóðkirkjunnar, MFÍK, Landverndar, Kennarasambandsins, Samtaka fjármálafyrirtækja og Náttúruverndarsamtaka Íslands. Ráðstefnan var öllum opin og sóttu hana á annað hundrað manns.

Erindi ráðstefnunnar voru fjölbreytt og snéru öll með einum eða öðrum hætti að vatni. Að lokum voru svo pallborðsumræður þar sem fulltrúuar stjórnmálaflokkanna fjölluðu um afstöðu og framtíðarsýn flokkanna til viðfangsefnisins. Þar sátu fyrir svörum þau Mörður Árnason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hjálmar Árnason, Kolbrún Halldórsdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir var fundarstjóri.

Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs var meðal þeirra sem fluttu erindi og nefndist það "Vatnið í náttúru Íslands - náttúran í vötnum Íslands". Hægt er að sækja erindið á pdf formi með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Vatnið í náttúru Íslands - náttúran í vötnum Íslands PDF skjal 1,2 MB

Náttúrustofuþing 4. nóvember 2005 á Húsavík

Forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar sótti þingið sem var hið gagnlegasta. Frekari umfjöllun um þingið má finna á heimasíðu Náttúrustofu Norðausturlands


Umhverfisþing á Nordica Hotel 18. nóvember

Tveir starfsmenn Náttúrufræðistofunnar sóttu þingið, sem umhverfisráðherra boðaði til, dagana 18. og 19. nóvember. Frekari umfjöllun um það má finna á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins

2004

Þann 15.-16. janúar síðastliðinn var haldin ráðstefna um áhrif skógræktar og landgræðslu á lífríki í ferskvatnskerfum. Titill ráðstefnunnar var: “Samspil milli skógarþekju og lífs í ám og vötnum” og var hún haldin að Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. Voru það Vesturlandsskógar, Rannsóknarstöð Skógræktar Ríkisins að Mógilsá, Veiðimálastofnun, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Félag skógarbænda á Vesturlandi sem stóðu að ráðstefnunni.
Hér er að finna frekari upplýsingar um ráðstefnuna.

Aðra viku ágústmánaðar var haldin í Lahti í Finnlandi XXIX ráðstefna alþjóðlegra samtaka vatnalíffæðinga (SIL- Societas Internationalis Limnologiae). Þar kynnti starfsfólk stofunnar niðurstöður nokkurra rannsóknarverkefna sem unnið hefur verið að undanfarið. Hér má finna frekari umfjöllun um ráðstefnuna og þær rannsóknir sem kynntar voru.

Í tengslum við hina konunglegu sænsku heimsókn nú á dögunum, var þann 6. september s.l. Haldin ráðstefna undir yfirskriftinni: CLIMAT CHANGE: PAST, PRESENT AND FUTURE. A symposium on glaciology, volcanology, greenhouse effects and other factors causing climate change. Eins og titillinn gefur til kynna var um all merkilega samkomu að ræða, en einhverra hluta vegna fór fremur hljótt um hana. Ráðstefnan var haldin í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Daganna 9-12 nóvember var haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna á vegum ACIA (Arctic Climate Impact Assessment). Þar var fjallað um umhverfis- og loftslagsbreytingar, með áherslu á norðurheimskautið og aðlæg svæði. Forstöðumaður náttúrurfræðistofunnar sat ráðstefnuna og kynnti veggspjald þar sem teknir voru saman ýmsir lífsöguþættir og afkoma bleikju við mismunandi loftslagsskilyrði, allt frá Bretlandseyjum til Grænlands

Kynningu á helstu niðurstöðum, ásamt útdráttum erinda og ýmsu fleira er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Í vikunni þar á eftir (18-20 nóvember) var svo haldin AFMÆLISRÁÐSTEFNA LÍFFRÆÐIFÉLAGS ÍSLANDS OG LÍFFRÆÐISTOFNUNAR HÁSKÓLANS 2004. Náttúrufræðistofa Kópavogs tók virkan þátt í ráðstefnunni með flutningi erinda og veggspjaldakynningum Frekari upplýsingar um efni ráðstefnunnar ásamt titlum erinda og veggspjalda er að finna á heimasíðu Líffræðifélagsins. Hér má svo finna veggspjöld og útdrætti erinda sem starfsfólk náttúrufræðistofunnar stóð að.


Að lokum er rétt að geta ráðstefnu sem haldin var að Hólum í Hjaltadal dagana 17-21 ágúst, undir yfirskriftinni: Ecological and Evolutionary Ethology of Fishes. Því miður áttum við ekki fulltrúa þarna, enda ráðstefnan í Finnlandi rétt afstaðin.

2003

Ráðstefna um líffræðilega fjölbreytni 19. maí 2003

Á ráðstefnunni verða flutt 11 erindi þar sem gefin verða yfirlit um líffræðilega fjölbreyttni í lífsamfélögum almennt, stöðu og rannskóknir á fjölbreyttni í íslenskum vistkerfum. Einnig verður fjallað um samninga sem Ísland er aðili að og fjalla um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika.

NORLAKE-SYMPOSIUM SILKEBORG, DENMARK 18-21 OCTOBER, 2003

Ráðstefnan var haldin á nokkurs konar sveitahóteli, nokkurn spöl fyrir utan Silkeborg. Aðstaða var öll hin besta, sundlaug og sauna til að liðka sig eftir daglangt fyrirlestrahald og heils-árs skíðabrekka fyrir þá sem þorðu...

Staðsetningin vakti nokkra kátínu meðal íslensku þátttakandanna, minnugir þeirra áforma dana að flytja alla íslendinga á Jósku heiðarnar þegar sem verst áraði hér á Íslandi. Var grínast með að þarna hefði þó að minnsta kosti tekist að flytja all nokkurn hluta íslenskra vatnalíffræðinga á téðar heiðar!!!

Upplýsingar um verkefnið, ásamt tengli á heimasíðu þess, má finna hér til hliðar undir liðnum Rannsóknir

Hérna má nálgast þáttakendalista ásamt útdráttum (pdf. 46 síður) og veggspjald sem kynnt var á ráðstefnunni.

Ráðstefna um vatnavernd á höfuðborgarsvæðinu, 12 nóvember 2003.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér