Almenn fræðsla og leiðsögn

koli.jpg

Fræðsla til handa almenningi og skólaæsku er eitt af aðalhlutverkum Náttúrufræðistofu Kópavogs og er skýrt kveðið á um það hlutverk í stofnskrá stofunnar. Fræðsluhlutverkinu er fyrst og fremst sinnt með sýningarhaldi á náttúrugripum í eigu stofunnar auk gripa sem fengnir hafa verið að láni. Grunnsýning safnsins er í allföstum skorðum en til viðbótar eru af og til settar upp litlar sérsýningar þar sem áhersla er lögð á afmörkuð viðfangsefni.

Auk hefðbundins sýningarhalds hefur verið boðið upp á sérstaka kynningarfundi og viðburði fyrir almenning þar sem afmörkuð viðfangsefni eru tekin fyrir. Þessir viðburðir hafa gjarna verið í samvinnu við aðrar menningarstofnanir á svæðinu s.s. Bókasafn Kópavogs og Gerðarsafn

Þess utan svarar starfsfólk, eftir bestu getu, tilfallandi fyrirspurnum varðandi hvaðeina sem fyrir augu ber af náttúrufræðilegum toga.

Leiðsögn: Starfsfólk stofunnar sinnir leiðsögn um safnið sé þess óskað og reynir af fremsta megni að aðlaga leiðsögn að aldri, áhugasviði og tungumáli gesta, enda sækir töluverður fjöldi erlendra ferðamanna safnið heim. Leiðsögn er hluti af  þjónustu safnsins og er ókeypis.