„Hvað er” er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs en þar varpa sérfræðingar úr ýmsum áttum ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli.
Að þessu sinni mun Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og jarðefnafræði, fjalla um jarðvegsmengun en jarðvegsmengun getur haft víðtæk áhrif á tilveru okkar og heilsu, hreina vatnið og lífríki og fleira sem gæti komið á óvart. Að erindi loknu mun Erla Guðrún svara spurningum sem kunna að brenna á gestum.
Erla starfar á sviði samgangna og umhverfis hjá Verkís og kemur til okkar sem fulltrúi FUMÍS – Fagfélags um mengun á Íslandi. Félagið var stofnað árið 2024 en markmið þess er að stuðla að aukinni þekkingu og vönduðum vinnubrögðum í málefnum mengunar í jarðvegi, yfirborðs- og jarðvatni. Félaginu er einnig ætlað að stuðla að auknu samráði og samstarfi ólíkra aðila í málefnum er varða mengun.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.