02. Dec 13:00 - 17:00

Aðventuhátíð Kópavogs

Salurinn | Menning í Kópavogi | Bókasafn Kópavogs | Gerðarsafn | Náttúrufræðistofa Kópavogs


Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð.

Ævintýrapersónur úr Jólaskógi stíga á svið og jólasveinar bregða sér í bæinn en ljósin á trénu verða tendruð klukkan 16 þar sem fram kemur Kór Hörðuvallaskóla. Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólatónlist frá 15:40.

Frá klukkan 13 verður boðið upp á fjölbreytta aðventudagskrá fyrir alla fjölskylduna. Ilmandi aðventuóróar, úkraínskt hátíðarskraut, lifandi tónlist og notaleg aðventustemning.

Hægt verður að kaupa ljúffengar veitingar frá Krónikunni í Gerðarsafni og í Forsal Salarins en þar verður jólamarkaður með fallegu handverki frá Hlutverkasetri, Tau frá Tógó og Ás vinnustofu.

Ljúfir hátíðartónar hljóma í flutningi kóra og tónlistarhópa. Á útisvæði verður hinn ómissandi Möndlubás með ristaðar aðventumöndlur til sölu.

Verið hjartanlega velkomin.

Aðventusmiðjur
13:00 – 15:45 Óróasmiðja ÞYKJÓ (Bókasafn)
13:00 – 15:45 Jólaperlusmiðja (Bókasafn)
13:00 – 15:45 Úkraínsk aðventusmiðja (Gerðarsafn)
13:00 – 15:45 Jólaskúlptúrsmiðja (Salurinn)

Jólasögustund
14:00-14:15 & 15:00 – 15:15
Jólakötturinn með Arndísi Þórarinsdóttur (Náttúrufræðistofa)

Jólaörtónleikar
13:30 – 13:45 Kórinn Viðlag (Salurinn)

14:00 – 14:15 Samkór Kópavogs (Salurinn)
14:15 – 14:30 Kór Hörðuvallaskóla (Gerðarsafn)
14:30 – 14:45 Kvennakór Kópavogs (Salurinn)
15:15 – 15:30 Barnakór Smáraskóla (Bókasafn)
15:40 – 16:00 Skólahljómsveit Kópavogs (Útisvæði)

Jólasveifla í Salnum
15:00 – 15:40 Kjalar Martinsson Kollmar, söngur og píanó, Alexander Grybos, gítar, Hlynur Sævarsson, kontrabassi

Jólamarkaður í Salnum
13:00 – 16:00
Fallegt handverk til sölu frá Hlutverkasetri, Tau frá Tógó og Ás vinnustofu

Tendrun jólatrésins
16:00 – 16:30
Ævintýrapersónur úr Jólaskógi ásamt Kór Hörðuvallaskóla
Jólasveinar mæta í bæinn og dansa í kringum jólatréð

Sýningarnar Skúlptúr / Skúlptúr og Gerður grunnsýning eru opnar frá 12:00 – 18:00.

Grunnsýning Náttúrufræðistofu er opin frá 11 – 17.

Á Bókasafni Kópavogs verður boðið upp á nýjan jólaþrautaleik og gjafainnpökkunarstöð og hægt verður að setja kærleiksóskir á jólatré.

Krónikan opin frá 11:30 – 18:00 í Gerðarsafni
Veitingasala í Forsal Salarins og Möndlubásinn verður með ilmandi möndlur til sölu á útisvæði frá 13:00 – 17:00




Share this event

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

16
Oct

23
Oct

09
Nov

See more

Salurinn

16
Oct

23
Oct

09
Nov

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner