Súrnun sjávar

Hrönn Egilsdóttir líffræðingur fjallaði um súrnun sjávar í hádegiserindi sl. miðvikudag. Erindið er hluti raðar fræðsluerinda sem nefnist Menning á miðvikudögum og þar var fjallað um þennan vágest sem hefur verið að taka á sig æ skarpari mynd á undanförnum árum, ekki síst á norðurslóðum.
Hrönn hefur þann eiginleika að geta skýrt flókna hluti út þannig að venjulegt fólk skilji. Sýrustigsbreytingar í hafi, orsakir þeirra og afleiðingar eru einmitt hlutur sem virkar torskilinn og fjarlægur en óhætt er að segja að efnið hafi komist vel til gesta, sem skilaði sér í fjölda spurninga og líflegu spjalli í lok erindisins.
Hér er hægt að fylgjast með erindinu á YouTube
Súrnun_sjávar_Hrönn.jpg
Hrönn eru hér með færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner