BARNAMENNINGARHÁTÍÐ – LEIKSKÓLINN ÁLFATÚN

Annar leikskólinn sem við kynnum til leiks í samstarfsverkefninu Fuglar og fjöll er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og heitir Álfatún.
Hinir ýmsu mávfuglar voru viðfangefni barnanna í fuglahluta verkefnisins en í fjallahlutanum lá beinast við að fræðast um Esjuna, enda Álfatún með stórbrotið útsýni til fjallsins beint út um gluggann.
Börnum og kennurum á Álfatúni eru færðar innilegar þakkir fyrir skapandi og skemmtilegt samstarf!
Sýning á verkum barnanna verður sett upp á Náttúrufræðistofu Kópavogs á Barnamenningarhátíð dagana 8.-13. apríl og verður öllum opin. Að auki verður gestum boðið að taka þátt í opinni fugla- og fjallasmiðju á lokadegi hátíðarinnar, laugardaginn 13. apríl.
BarnÁlf1.jpg
Áhugasamur hópur í mávfuglafræðslu á Náttúrufræðistofu. Börnin lærðu m.a. um útlit fuglanna, hreiður þeirra, egg, æti o.fl. sem þau nýttu sér í verkefnavinnu við hreiður- og eggjagerð. Þar að auki var ljóðunum Fuglinn í fjörunni og Vorkvöld í Reykjavík gerð myndræn skil með málverkum.
BarnÁlf2.jpg

Í Esjuverkefninu unnu börnin í pörum; drógu upp útlínur af vestur- eða austurhluta fjallsins og máluðu svo og skreyttu af hjartans lyst!
BarnÁlf3.jpg
Börnin á Læk í stúkusæti með fyrirmyndina í öllu sínu veldi út um gluggann!
BarnÁlf4.jpg
Fjall verður til.
BarnÁlf5.jpg
Sköpunargleðin nýtur sín.
BarnÁlf6.JPG
Áhersluþættir leikskólans Álfatúns eru málörvun, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Einnig er lögð áhersla á samskipti og þess að njóta samvista með öðrum, að gefa börnum færi á að tjá hugsanir og hugmyndir eftir fjölbreyttum leiðum og styrkja sjálfsmynd þeirra. Skólinn er staðsettur í jaðri Fossvogsdalsins sem býður upp á góðar aðstæður til útivistar og náttúruskoðunar. Dalurinn er uppspretta margs konar náms hjá börnunum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
nóv

04
des

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner