Vöktun í Þingvallavatni hafin, tólfta árið í röð

Á dögunum fóru starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs í fyrstu ferð sumarsins á Þingvallavatn, í þeim tilgangi að koma fyrir mælibúnaði og afla gagna.
Vöktun Náttúrufræðistofu Kópavogs á svifi og umhverfisþáttum í Þingvallavatni hófst árið 2007 og hefur staðið óslitið síðan. Verkefnið hefur þróast í tímans rás en grunnurinn hefur þó alltaf verið sá sami, að afla sýna af lífverum í svifvist vatnsins og fylgjast með helstu þáttum í umhverfi þeirra s.s. vatnshita.
Í þessari ferð var síritandi hitamælum komið fyrir á mælistöð þar sem samfelldar hitamælingar að sumarlagi hafa farið fram síðan 2010. Um er að ræða mæla sem skrá hita á klukkustundar fresti, og er tíu mælum komið fyrir með jöfnu millibili frá 4 m dýpi niður á 40 m. Því til viðbótar hafa verið gerðar sumarhitamælingar í eitt skipti í dýpsta hluta vatnsins, vestan Sandeyjar þar sem mælt var með sama hætti niður á 100 m dýpi og í fáein skipti hafa mælingar verið gerðar að vetri. Þessar mælingar gefa nýja sýn á hitabúskap Þingvallavatns og eru orðnar einstakar á landsvísu.
Þá var einnig komið fyrir fastri bauju sem markar helstu sýnatökustöðina í vöktuninni. Dýpi þar sem baujan liggur er milli 70 og 80 m, en sýni eru tekin allt niður á 65 m dýpi. Þegar búið var að koma baujunni fyrir voru sýni tekin og gekk allt samkvæmt áætlun.
Þingvallavatn19_1.jpg
 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner