Þér er boðið á opnun

Laugardaginn 7. október opnar Náttúrufræðistofa Kópavogs endurhannaða grunnsýningu þar sem jarðfræði Íslands eru gerð skil. Sýningin hefur verið nánast óbreytt síðan safnið opnaði vorið 2002 en þá voru settar upp grunnsýningar á náttúru Íslands sem náðu til jarðfræði, fugla, spendýra, skeldýra, skrápdýra og fiska. Hér er komið fyrsta skrefið í að færa sýningar Náttúrufræðistofunnar betur inn í tækni nútímans.

Hönnun þessarar sýningar er í höndum Axels Hallkels Jóhannessonar.
20171004142155271724.jpg
Náttúrufræðistofa Kópavogs flutti inn í nýtt húsnæði, sérhannað sem náttúrugripasafn, vorið 2002. Þá voru settar upp nýjar grunnsýningar á náttúru Íslands sem náðu til jarðfræði, fugla, spendýra, skeldýra, skrápdýra og fiska. Aðsókn hefur verið afar góð frá upphafi. Þá hafa skólar verið duglegir að nýta sér safnið og varla finnst sá nemandi í Kópavogi sem ekki hefur heimsótt Náttúrufræðistofnuna í skipulögðum skólaheimsóknum.

Á þeim tíma sem liðinn er frá opnun hafa litlar breytingar orðið á sýningunum þótt gripum hafi fjölgað og sumir hafi verið endurnýjaðir. Í ljósi þess að mikil þróun hefur  átt sér stað í möguleikum til  miðlunar á fróðleik og upplýsingum er tímabært að huga að andlitslyftingu á öllum grunnsýningunum. 

Í því augnamiði að uppfæra og nútímavæða sýningar Náttúrufræðistofunnar var leitað til margmiðlunarfyrirtækisins Gagarín. Í kjölfarið voru settar fram hugmyndir um endurskipulagningu og margmiðlunarvæðingu á öllum grunnsýningum safnsins og féllu þær í góðan jarðveg hjá starfmönnum og yfirstjórn Náttúrufærðistofunnar og Kópavogsbæjar.

Hér er stigið fyrsta skref í þessa átt með því að endurhanna grunnsýninguna um jarðfræði Íslands, jarðfræðiganginn. Uppsetning sýningarinnar hefur verið endurbætt, kort, myndir og texti endurskoðaður og uppfærður. Hægt verður að bæta ýmsum margmiðlunarþáttum við á komandi misserum, eins og að sækja sér frekari upplýsingar um einstaka gripi og fyrirbæri.

Safnaráð og Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar hafa styrkt þetta verkefni fjárhagslega og er þeim þakkað kærlega fyrir stuðninginn. Axel Hallkell Jóhannesson er hönnuður sýningarinnar og hefur séð um verkstjórn. Trésmíði var í höndum Verkstæðisins ehf. og plastsmíði og prentun í höndum Merkingar ehf. Fyrirliggjandi texti var endurskoðaður af starfsmönnum Náttúrufærðistofunnar en Ingvar A. Sigurðsson jarðfræðingur, Svanhildur Edda Þórðardóttir íslenskufræðingur og Bylgja Júlíusdóttir bókavörður lásu textann yfir og færðu margt til betri vegar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner