Lífríki vatna á áhrifasvæði Kjalölduveitu í Þjórsá

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, oftar en ekki í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnar eingöngu af Náttúrufræðistofunni eða í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir s.s. Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun, sem nú hefur sameinast Hafrannsóknarstofnun.

Rannsóknin var unnin af starfsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs, að beiðni VSÓ Ráðgjafar fyrir hönd Landsvirkjunar. Farnar voru tvær ferðir til sýnatöku á svæðinu, sú fyrri dagana 10.–11. september og sú seinni þann 17. september 2015.

Samtals sex ár og lækir voru rannsakaðir, þar af voru tveir utan áhrifasvæðanna því ætla má að áhrif á lífríki séu ekki eingöngu bundin við þann hluta ánna sem liggur innan áhrifasvæðanna. Einn lækur neðan fyrirhugaðrar stíflu, sem og áin Kisa geta einnig verið til viðmiðunar fyrir hugsanlegar seinni tíma athugarnir á lífríki svæðisins.

Markmið rannsóknarinnar er að gera úttekt á lífríki í ám og lækjum er renna til Þjórsár og eru á áhrifasvæði framkvæmdanna. Úttektin nær til tegundaauðgi og þéttleika í lífríki ánna, bæði hvað varðar smádýr og fiska. Sýnatakan náði til smádýra á steinum (steinasýni), í sand- eða malarundirlagi (sparksýni og Surber-sýni) og í reki ánna (reksýni). Sýnataka af fiskum fór fram með rafveiði.

Lífríki á svæðinu reyndist frekar fábreytt af hryggleysingjum þótt framleiðsla væri mikil. Nokkur óvissa er um uppruna þeirra laxfiska sem þarna finnast þó sennilegast verði að telja að þeir séu afkomendur fiska sem sleppt hefur verið á svæðið.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
sep

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner