Rannsóknir á Ófeigsfjarðarheiði 2015

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, oftar en ekki í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnar eingöngu af Náttúrufræðistofunni eða í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir s.s. Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun, sem nú hefur sameinast Hafrannsóknarstofnun.

Að beiðni Vesturverks og Verkís voru Náttúrustofa Vestfjarða og Náttúrufræðistofa Kópavogs fengnar til að gera athugun á lífríki vatna tengdu vatnasviði á Ófeigsfjarðarheiði. Skoðuð voru Neðra-Eyvindarfjarðarvatn, Efra-Hvalárvatn og Nyrðra Vatnalautarvatn.

Tekin voru sýni af steinum í fjöru vatnanna til að kanna tegundasamsetningu hryggleysingja á strandgrunni ásamt því að lögð voru net og hornsílagildur fyrir fisk. Einnig var kannað með fínriðnum svifháfum hvaða lífverur var að finna í svifvist  vatnanna. Gerður var samanburður við þekkt vötn á Íslandi einkum vötn á Vestfjörðum sem upplýsingar eru til um í gagnagrunni rannsóknarverkefnisins Yfirlitskönnun á lífríki Íslenskra vatna. Auk þess var tilvist fiska í Hvalá, Húsá og Eyvindarfjarðará könnuð með rafveiði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep

14
sep

12
okt

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner