Vel heppnuð Safnanótt

Vel á fimmta hundrað gesta sóttu heim Bókasafn og Náttúrufræðistofu Kópavogs og nutu hinnar fjölbreyttu safnanæturdagskrár sem þar var boðið upp á.
20120207111125153617.jpg
Þetta er svipuð aðsókn og á síðasta ári, en það hlýtur að teljast prýðilegur árangur þar sem fjöldi safna sem tók þátt í Safnanótt hefur aldrei verið meiri.
Lausleg athugun bendir til að gestir Safnanætur hafi verið duglegir að nýta sér safnanæturstrætó, en hann gekk á milli þeirra safna sem tóku þátt. Þá er ljóst að þeir gestir sem sóttu okkur heim voru ekki sérstaklega bundnir við söfnin í Kópavogi heldur sóttu söfn á öllu höfðuborgarsvæðinu. Þar á meðal voru Hafnarborg, Hönnunarsafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Árbæjarsafn, svo aðeins nokkur séu nefnd.
Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs þakkar gestum sínum kærlega fyrir komuna og ánægjulega samveru á Safnanótt.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner